Britney Spears er á PoppTíví

Býst við ég ætti að uppfæra þessa vefblók, eða hvað?

Fór til Akureyrar um páskana. Ég legg til að Kaffi Akureyri verði skipt út fyrir sérbúð í svörtum yfirhöfnum. Því það yrði álíka mikið fjör í sérbúðinni og á skemmtistaðnum.
Til hvers er þessi staður að auglýsa plötusnúða í Dagskránni. Það getur engin sagt mér að DJ Ástrós og Ástrós Diskódrottning sé ekki sama manneskjan.
Ég held það sé búið að spila sömu lög, í sömu röð, í átta ár.

Lífið – Notkunarreglur fékk að njóta nærveru minnar. Það vantaði eiginlega notkunarreglur fyrir þetta leikrit því orðahríðin var slík að erfitt gat verið að fylgja sögunni. En tónlistin og textinn er samt uppfullur af húmor og mér leiddist allavegana ekki í 90 mínútur.

Fór á tónleika með Vilhelm þar sem hann spilaði lög af væntanlegri plötu sinni. Áhugavert stöff þar á ferð. Sérstaklega gaman hvað ég kannaðist við marga tónleikargesti.

Hvað annað.

Ég virðist hafa keypt ofvirkan klósettpappír síðast. Hann virkar svo vel að hann sogar í sig megnið af vatninu í klósettskálinni og dagleg athöfn eins og að sturta niður verður allt í einu að orkukrefjandi óðagoti.

Varið ykkur á Andrex. Þið þekkið hann á litla sæta hvolpinum utan á umbúðunum. Ég tengi einmitt sæta hvolpa og athöfnina að skeina mér sterkum böndum. Shjétt.

One thought on “Britney Spears er á PoppTíví

  1. f.willy

    Mér leiddist eiginlega á þessu leikriti um það bil alltaf þegar það var ekki verið að syngja eitthvað hressandi lag. En þetta var örugglega fín æfing fyrir upprennandi leikara að muna mökk af texta og flytja hann á ýktan og leikaralegan hátt.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *