Ég er VIP skiluru

Ég vaknaði í morgun og leið eins og ég hefði verið í margra vikna dái. Umhverfið í kringum mig virtist öðruvísi en alla aðra daga og hlutir eins og sturta og tannburstun veittu nýja lífsreynslu.

Ekki nema nokkrum metrum eftir að ég labbaðu út úr hótel anddyrinu áttaði ég mig á því að dagurinn í dag er ekki eins og aðrir dagar. Spennan lá í loftinu og skyndilega gerði ég mér grein fyrir vopnuðum lögreglumönnum út um allt. Nærliggjandi götur eru girtar af með lágri járngirðingu og engin kemst inn fyrir nema sýna viðeigandi skilríki.

Þyrla sveimaði yfir höfði mér og bílaröð sem samanstóð af lögreglubílum, lögreglumóturhjólum, lögreglujeppum og stórum svörtum SUV með dökkum rúðum, þeystist fram hjá mér og nokkuð ljóst að bílalestin hefði ekki stöðvað þó hún myndi algjörlega óvart keyra yfir mig.

Ég fór að velta fyrir mér hvort ég hafi virkilega fallið í dá og þriðja heimstyrjöldin ákveðið að nota tækifærið til að hefjast Ekki nóg með að ég væri veikur í útlöndum á leið til vinnu, heldur er komin splunkuný heimsstyrjöld og ég kemst sennilegast aldrei aftur heim til mín.

Eftir töluverða umhugsun ákvað ég samt að halda ró minni og vera ekki sá eini sem hleypur um göturnar æpandi heimsendir meðan ég ríf utan af mér fötin. Best væri sennilegast að halda ró sinni og rölta í vinnunna eins og hver annar þjóðfélagsþegn.

Byggingin sem ég vinn í þessa dagana vill svo heppilega til að er við hliðin á ljótasta ráðhúsi í þessum heimshluta. Ráðhúsið er nú skyndilega tryggilega girt af með hárri járngirðingu og vopnaðir verðir allsstaðar á sveimi.

Eins ringlaður og ég var fyrir vegna bölsóttar pestar fór ég að spyrjast fyrir hvað ég veröldinni þessi uppákoma stæði fyrir.

Jú. Sjáið til. Það kom í ljós að það var engin önnur en tálsýn hins frjálsa heims sem þaust fram hjá mér í bílalestinni, Condoleezza Rice. Umkringd vopnum og her af fólki, í skotheldum bíl á ofsahraða, er greinilega frelsi fyrir suma.

Það rann upp fyrir mér hversu gott ég hef það, að geta vappar hérna um, hlustað á fuglasöng, séð tré og blóm í sínum árlegum lífskippum og spekúlerað í fjölmynstra mannhafinu.

Kannski er það ekkert svo skrýtið hversu mikla tilhneigingu þetta áhrifamikla fólk hefur til að svipta saklausu fólki frelsi sínu, eða jafnvel lífi!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *