Sjuk

Ef það er eitthvað leiðinlegra en að vera veikur, þá er það að vera veikur í útlöndum. Það er svona álíka gáfulegt og að naga strokleðrið af blýanti þangað til járnið, sem heldur sjálfu strokleðrinu í stað, skerst í góminn á þér.

Kannski get ég gefið mér smá tíma til að blogga. Get varla lengur talið sjálfan mig í hópi bloggara með einungis tvær færslur í þessum mánuði. Enda efast ég um að nokkur sála lesi þessa síðu ennþá.

Og hvað get ég þá talað um? Pólitík, – og hrakið þá örfáu burt sem koma hingað af gömlum vana. Gæti jafnvel nefnt aðstöðu verkamanna við Kárahnjúkavirkjum sem þurfa að sleikja vatnið af berginu lengst ofan í jörðinni því þeir fá hvorki vott né þurrt svo sólarhringum skiptir. Ef menn sem hafa yfirgefið fjölskyldur sínar, ferðast þvert yfir hnöttinn og vinna fleiri tíma á viku en hóra með brókarsótt koma grátandi upp úr göngunum þá er eitthvað meira en lítið að. Svo brosum við bara því Alcoa er vinur okkar.

Tveir verstu staðirnir til að stunda uppköst og niðurgang af kappi eru mörgum metrum neðanjarðar og mörgum fetum ofanjarðar.

Jæja, ætla leyfa beinverkjunum að herja á mig og köldu svitaköstunum að koma mér á óvart, meðan ég staulast um með brenglað fjarlægðaskyn í þessu guðsvolaða hótelherbergi.

One thought on “Sjuk

  1. hadda

    ÆÆÆÆI alla mína samúð – verst í heimi að vera veikur og ekki heima hjá sér! Ég kem alltaf við svo bloggggað drengur blogggaðððuuu;)

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *