Komplexaður

Þau ykkar sem þekkja mig hvað best vita að ég bý yfir nokkrum frekar undarlegum komplexum, eða geðflækjum.

Sumir komplexarnir hafa ratað inn í bloggfærslur,  eins og t.d. peysa-yfir-axlir komplexinn.

Annar komplex gerir gjarnan vart við sig þegar sólin skín eins og í dag. Þessi komplex tengist gömlu fólki, þá aðallega gömlum konum, og ís í brauði. Ég get hreinlega ekki varist innri hrolli og nettri ógleði þegar ég verð vitni að gömlu fólki lepja ís í brauði.

Ástæðuna fyrir þessu tel ég vera margvísa.  Gamalt fólk er með aldraða tungu, krumpað og oftar en ekki með falskar tennur. Fólk með falskar tennur hefur tilhneigingu til að slefa meira en fólk sem er enn með eigin tennur. Slef og rjómaís í krumpuðu umhverfi er bara ekki minni hlutur og gamalt fólk með hrufótta tungu að sleikja ís eins og útigangsköttur yfir súrri mjólkurskál veldur mér einfaldlega usla.

Gamalt fólk er ágætt. En ég vildi bara óska þess að það uppgötvi ís í boxi sem fyrst svo við hin getum notið veðurblíðunnar.

[Breytt 29.08.2008] Ekki hægt að skrifa athugasemdir við þessa færslu lengur þar sem spammarar höfðu hátíðsdag við akkúrat þessa færslu. Gamalt slef trekkir greinilega að.

8 thoughts on “Komplexaður

 1. Stebbi Gunn

  gamalt fólk að borða ís… hmmm. Hefurðu séð fólk sem gefur hundinum sínum ,, smá smakk” af ísnum sínum. Sá það fyrir utan Brynju um daginn. EKKI smart.

 2. Drengur

  Hahaha! Snilld.

  Er þó sammála Stebba með gæludýrasmakkið… það er krípí. Til hamingju með ógizzlea flottu síðuna.

 3. Kristín Hálfdánard

  Blessaður stórsnillingur!
  Vantar ráðleggingar!
  Hvað er ljósop á myndavél og hvaða máli skiptir það?
  Hvað þarf ég að hafa lágmark þegar ég kaupi myndavél fyrir sumarfrísmyndirnar?

  Og svona fyrst ég er að þessu á annað borð þá væri nú bara fínt að fá ráðleggingar um hvað er mikilvægast við kaupa á svona fjölskylduvél.

  Show me what you´ve got!

 4. robbik

  Hó bowwow,

  Það hafa verið skrifaðar heilu bækurnar um ljósop (e. aperture) og ég hef ekki enn fyllilega skilið alla teoríuna á bakvið þetta fyrirbæri.

  En í stutta máli, þá er ljósop í raun grunnurinn að ljósmyndum og segir til um hversu miklu ljósi er hleypt inná myndina. Hér spila saman ljósop og hraði lokans (e shutter speed). Ljósop er alltaf táknað með f fyrir framan, t.d. f5.6 og f11 og aðaltrikkið er að háar tölur þýða lítið ljósop!

  Það sem ég myndi þá segja skipta máli við kaup á vél, sérstaklega með fasta linsu, er að hún sé með stórt ljósop (lærri f-tala). Það þýðir í raun að þú getur tekið myndir í minni birtu án þess að nota flass (áföst flöss verða seint þekkt fyrir að betra myndir) og einnig verða myndirnar líklega skarpari.

  Það er erfitt að tala um ljósop án þess að tala um DOF (depth of field) sem segir hversu mikill hluti myndarinar er í fókus, þ.e. þegar tekið er á stórum ljósopum er DOF grunnt (aðeins hluti myndarinnar í fókus). En það er kannski önnur saga.

  Erfitt að segja hvað sé mikilvægast við leit að fjölskyldumyndavél – eru þið t.d. að leita að lítilli handheld myndavél eða SLR vél (stærri vélar sem er hægt að skipta um linsu). Passaðu þig bara að einblína ekki einungis á hversu margir megapixlar vélin er, því vél með milljón megapixlum minna en önnur getur samt verið mun öflugri!

  Skoðaðu http://www.dpreview.com/ fyrir review á öllum heimsins myndavélum
  Aperture http://en.wikipedia.org/wiki/Aperture og shutter speed http://en.wikipedia.org/wiki/Shutter_speed og
  DOF http://en.wikipedia.org/wiki/Depth_of_field

  Hafðu bara samband ef þig vantar frekari upplýsingar – eða ef þú skildir ekki orð af þessu blaðri sem ég varpaði fram hérna 😛

  Get tekið 2 myndir sem dæmi.

  Hér er ljósopið t.d. f4 og shutter speed 1/400 (einn fjögurhundraðasti úr sekúndu). Sérð að eldurinn er í fókus en bakgrunnurinn ekki.
  World Peace Fire

  Hér er ljósopið f11 og öll myndin í fókus (kannski ekki besta dæmið).
  Crane 1000

 5. Drengur

  Hver er munurinn á Pavlovum? Ég á von á fínu fólki í mat og langar að gera góða Pavlovu…

 6. robbik

  Munurinn á pavlovum fer eftir því hvort uppskriftin sé frá Nýja Sjálandi eða Ástralíu, ég mæli með þeirri fyrrnefndu. Annars er ég lítið hrifinn af ballerínueftirmat.

 7. f.willy

  Gleður óneitanlega mitt blóðfitu-mettaða hjarta að sjá að þú setur þessa færslu í flokkinn “Krapp”.

Comments are closed.