Útgjöld

Ég þurfti að láta draga bílinn minn á verkstæði. Þessi svarti gripur sem aldrei hefur feilað nema þegar skottið ákvað að hætta að læsast er ég var á leið út á Keflavíkurflugvöll ásamt tveim öðrum klukkan 05:30 um morguninn í -5° C.

Tel mig vita hvað er að en þar sem ég er ekki menntaður bílvirki er aldrei að vita.

Nú þarf ég að lifa í þeirri óvissu að vita ekki hvort ég fái reikning uppá 20.000 eða 200.000 íslenskar krónur.

Eins gott ég er búinn að bóka og borga flugið fyrir fríið í ár, sem reyndar er svo langt að það nær yfir til ársins 2008. Ætla ekkert að gefa upp hvert ég er að fara, en get sagt að það tekur að meðaltali hálfan sólarhring að fljúga á áfángastað frá London. Þannig að fírið upp Google Earth góðir lesendur og getið ykkur til.

Fattaði áðan að það er skammarlega langt síðan ég hef tekið einhverjar ljósmyndir. Hér eru því tvær sem ég tók í dag:

Crane 1000

Air Conditioning

Þarf að skreppa. Ekki á bílnum samt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *