Góðir Ökumenn

Mikið hefur verið rætt um hraðakstur í þjóðfélaginu undanfarið. Þó bíllinn minn sé unaðslegur og útbúinn túrbínu þá þýðir það ekki að ég keyri um eins og fáviti. Bjánalegt aksturslag hefur lengi verið einkennandi fyrir Íslendinga og á ferðum mínum um vegi landsins síðustu vikur hef ég orðið vitni að ýmiskonar umferðarhegðun sem fær mig til að flauta, blikka háljósum eða senda ómerkileg fingurmerki.

Yfirleitt er ég samt fljótur að jafna mig á þessari stundarbrjálæði og læt ekki heimsku annarra taka of mikla orku frá mér.

En eins og oft áður er ég með lausn á þessum vanda. Lausn sem allir sem finna fyrir pirringi í umferðinni geta nýtt sér.

Lausnin er einfaldlega tónlist.

Hegðun okkar í umferðinni fer algjörlega eftir tónlistinni sem hljómar í bílsteríógræjunum. Það segir sig nokkrun vegin sjálft að þegar ég hlusta t.d. á Rollin’ með Limp Bizkit þá eykst fautastuðullinn töluvert. Ég kemst á milli staða á mettíma og húsfrúr úr Vesturbænum hafa sögur að segja um ökuníðinga yfir næsta Lu kexpakka.

Ef ég er hinsvegar að hlusta t.d. á Come Together með Primal Scream, þá get ég ómögulega keyrt yfir hámarkshraða, hleypi öðrum framfyrir mig og stoppa á gulu ljósi.

Þegar ég verð forseti læt ég setja staðalbúnað sem nema streitu og pirring ökumannsins í alla innflutta bíla . Ef pirringurinn fer yfir ákveðin mörk byrjar eftirfarandi að hljóma:

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=l4X8R_ZrIvI]

Reyndu að keyra um gefandi fokkjú merki með þennan söng í eyrunum. . .

4 thoughts on “Góðir Ökumenn

 1. robbik

  Oh, þessi flutningur er alger perla sem stenst tímans tönn.

  Þú ert svona gæji sem gæti orðið vinsæll á YouTube að syngja cheesy ástarlög í webcam!

  Reply
 2. Allý

  Gott plan Róbert og unaðslegur söngur Vilhjálms smellpassar við planið góða

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *