Iceland Today

Ég lenti í því í gærkveldi að horfa á Ísland í dag. Eftir að hafa setið gapandi af undrun yfir þessu þætti ekki alls fyrir löngu þegar tveir karlmenn voru að rífast yfir verðinu á enska boltanum á Sýn, ákvað ég að það yrði langt þangað til Ísland í dag yrði aftur glampandi á skjánum mínum.

Í gær var lofað versta viðtali í heimi.

Ég skemmti mér ágætlega yfir umræðunni um nýjustu auglýsingu Símans um 3G, enda alltaf jafn fyndið þegar fólki blöskrar yfir einhverju jafn sakleysislegu og sjónvarpsauglýsingu. Þetta er mjög vel unnin og fyndin auglýsing.

Þeim sem blöskrar yfir svona auglýsingu og æpa upp yfir sig að þetta særi trúarvitund þeirra ættu aðeins að endurskoða sína trú. Ef trúarvitundin er nægilega mikil sér fólk húmorinn í þessari auglýsingu og gerir sér grein fyrir því að einstaklega smekklega er farið að viðkvæmu málefni.

Þetta er svipað og með kynhneigð. Ef fólk er nægileg visst um kynhneigð sína hefur það ekki þörf fyrir að standa úti á götuhorni og mótmæla fólki með aðra kynhneigð en það sjálft.

Gæti haldið lengi áfram á þessum nótum en langar einnig að koma inn á versta viðtal í heimi.

Eins og ég skildi þetta lánað eitt fótboltalið öðru fótboltaliði búnt af leikmönnum. Um slíkt er gjarnan gert samningur og í þessum samningi stendur að leikmenn séu lánaðir gegn því að þeir leiki ekki gegn sínu liði.

Um þetta er ekkert deilt. Enginn ætlar sér að brjóta þennan samning. Samt eru tveir fótboltasveinar fengnir í viðtal um nákvæmlega ekki neitt því þeir eru ekki ósammála. “Jú, það ber að virða þennan samning”. “Vissulega ætlum við ekki að brjóta þennan samning”. “Þetta er eðlilegur samningur”. “Til hamingju með sigurinn”. Hjálpi mér allir heilagir.

Þið getið því ímyndað ykkur hvað ég var undrandi þegar á eftir þessu viðtali var kynnt að nú ætti að sýna versta viðtal í heimi. Ég hélt ég hefði einmitt verið að horfa á það. Kom svo í ljós að versta viðtal í heimi var unaður samanborið við viðtalið á undan. Þau hefði alveg eins getað fengið tvo einstaklinga til að fjalla um sitthvora hliðina á appelsínu eins og tvo forystumenn einhverra fótboltaliða sem ég hef ekki einu sinni metnað í að muna hvað kallast.

One thought on “Iceland Today

  1. Stebbi Gunn

    Gæti hugsanlega hafa verið viðtalið við guttann sem barði fótboltadómara um daginn.
    ,, uhhhmmm, þetta er náttúrulega ekki gott, það er bara svo roslega stuttur í manni uuuhhhh þráðurinn” og á meðan var sýnt myndband af sama manni í slagsmálum í miðbæ Reykjavíkur. Sennilega versta viðtal sem ég hef séð.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *