Móðins helgi

Eftir að hafa legið í eftiráfengis móki allan laugardaginn og vel fram á sunnudag, veltandi lífinu og tilverunni fyrir sér í nærbuxunum var eina ráðið að skella sér út í rokið og taka nokkrar myndir.

Sennilega kominn með netta snert af ljósmyndabakteríu þegar ég legg líf og lima við að rembast við að ná góðum tökum.

Eftirfarandi myndir eru teknar í og við Garð.

Garður Lighthouse

Garður Lighthouse

An Old Rusty Shack

Windy Beach

Eins og það hafi ekki verið nóg að standa úti í rokinu og nístandi kuldanum í gær þá fór ég aftur á stúfa í kvöld. Í þetta sinn endaði ég á Þingvöllum í misheppnaðri leit að norðurljósum, sem létu sig algjörlega vanta.

Þess í stað náði ég þessari mynd af Öxarárfossi. Þessi mynd er tekin á um 50 sekúndum, þar sem eina ljósgjafinn var tunglið.

Midnight �xarárfoss

Mæli með að þið klikkið á hana fyrri ögn stærri útgáfu.

Háttartími, nattí nattí.

3 thoughts on “Móðins helgi

  1. f.willy

    Þetta er verulega lekkert hjá þér félagi.

    Það er einmitt rúmlega annar hver maður í vinnunni minni búinn að fá sér svona mega Canon göndul svipaðan og þú átt, endar örugglega á því að ég neyðist til að tolla í tískunni og fylgja þeim… eða þá að ég fæ mér bara ljósmyndaleik í Wii-ið. Örugglega seim sjitt.

  2. robbik

    Nei. Eða jú ég var í nærbuxum – einnig í sokkum skóm, buxum, bol, peysu, úlpu og með húfi.

    Ef ég hefði verið í nærbuxunum einum fata hefði ég að sjálfsögðu snúið myndavélinni, stillt á tæmer, og tekið kraftmikla pósu í fjörunni.

Comments are closed.