Reykjavík-London-Munich-London-Reykjavík

Lenti í því að vera í London og Munich í einni og sömu vikunni. Síðustu viku það er.

Rúmlega helgi í London býður upp á margt, einum of margt jafnvel. Söfn, leikhús, veitingastaðir, listasýningar og pöbbar í einni hasarpakkaðri helgi. Monty Python’s Spamalot er leiksigur og ég þurfti að halda mér í sætisarmana til að stökkva ekki uppá sviðið og syngja Always Look on the Bright Side of Life með íðilfögrum leikhópnum.

Við gleymdum að stilla klukkuna og vöknuðum klukkutíma of seint, við sáum á eftir kreditkortinu sogast inn í hraðbanka aldrei til að snúa aftur, við fengum skopparabolta í hausinn um leið og við stigum fæti inná British Natural Museum og við skutum algjörlega óvart varaglosstúbbu í íturvaxinn skollóttann einstakling sem sat á þarnæsta borði eftir góða máltíð á ítölskum veitingastað.

Og með ‘við’ á ég að sjálfsögðu ekki við mig, heldur einungis kvenkyns ferðafélagann.

Í Munich var farið í þar til gerðan ölkjallara og 25 mass runnu niður í hópinn eins og svelgar gleypa við rigningarvatni í metmánuði. Mæli ekki með að fá sér Munich Sausage Salad áður en þessi drykkja hefst því í fyrsta lagi er það álíka mikið salat og ég er kálhaus, og í öðru lagi er það víst með að skila sér aftur munnlega fyrir háttinn.

Munich virkar annars skemmtileg borg og þýska gestrisnin skein í gegn. Verst hvað það gafst lítill tími til að skoða sig um.

Hér eru nokkrar myndir frá London…

Street Magician

Guess Who?

Huge Claws

Baby

British Museum

Góða helgi tossers!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *