Vinnan mín

Ég hygg að hver einasti vinnandi einstaklingur doki annað slagið við og hugsi hvort núgildandi vinna sé sú rétta. Erum við á réttri leið. Er einhver frami í þessu starfi.

Persónulega er ég mjög sáttur þar sem ég núna. Hinsvegar runnu á mig tvær grímur þegar ég sá þessa atvinnuauglýsingu. Ég uppfylli flest skilyrðanna sem eru sett fram.

Hvað á maður að gera í auglýsingu sem inniheldur eftirfarandi texta:

“Finally, you have no problem serving up gigabytes and gigabytes of pornography. In fact, you find the challenge of pushing out a sustained 3Gb/s of pornography to be an extremely interesting engineering problem.”

Ef maður vill vera frumkvöðull í upplýsingatækni geiranum eru flestu tækifærin sennilega í kláminu. Að sjálfsögðu er það verkfræðilega krefjandi að dæla klámi í massavís út á alnetið fyrir alla til að skoða.

Verst að þetta er í San Francisco, annars myndi ég sækja um á stundinni.

One thought on “Vinnan mín

  1. Allý

    Góð afsökun með San Fransisco. Þú sækir ekki um af því að þá myndi feminista vinkona þín lúskra á þér!

Comments are closed.