Bresk Baðherbergi

Bresk baðherbergi bera ekki alltaf vott um breskt verkfræðivit eða arkítektur. Praktíkin vill gleymast í einhverju hástigs fusion.

Til dæmis þetta baðherbergi sem er í íbúð fyrirækisins í Kew. Sennilega má ég þakka fyrir að klósettið og vaskurinn er í raun innan sama herbergisins – og að innanhúsarktektúrinn hefur ákveðið að hunsa margra ára hefð Breta að teppaleggja skíthúsin sín.

bathroom

Málið hér er að vaskurinn er í 50 cm hæð og meðalmenni eins og ég (einungis í hæð) þurfa að beyja sig í hnjánum til að þvo sér um hendurnar. Það sem verra er, þegar viðkomandi hefur lokið við að skola af sér þarf að príla upp úr baðkarinu, blautur og kaldur, og klöngrast niður þessu örmjóu og svellhálu þrep.

Þó ég sé tignarlegur í fasi og framkomu þá er ég ekkert voðalega tignarlegur þegar ég er kviknakinn að gera mitt besta að detta ekki og brjóta á mér bakið við að stíga tvö þrep niður á öruggan stað til að þurrka mér.

4 thoughts on “Bresk Baðherbergi

 1. SigRey

  Það er nú að vísu langt síðan ég hef verið staddur á Stóra Bretlandi en það er eins og mig rámi í að til þess að opereita blöndunartækin þarna úti þurfi maður doktorspróf í skammtafræði og gimflauga-verkfræði….. ætli 50 cm hæðin á handvözkunum sé ekki bara til að minna okkur á hokinn upprunann.

  Reply
 2. Sibbi

  Ég hef aldrei verið hlyntur trésetubúnaði á klósettum. Setur og lok eiga ekki að vera úr tré að mínu mati. Vertu þó feginn að þeir gera ráð fyrir sérstöku afmörkuðu svæði innan herbergisins til þess að fara í sturtu og bað. Hér í Danaveldi eru menn gjarnir á að gera hlutina þannig úr garði að baðherbergið sé sturtan. Það er ógeðslegt.

  Reply
 3. Drengur

  Mjög myndræn frásögn sem sannarlega skilur ýmislegt eftir sig. Þetta er mjög sivílíserað í útliti en fjandinn hafi það, þetta er eins og eilífðarlúpputröppumálverk.

  Reply
 4. robbik

  Þú ættir þá að sjá eldhúsið – það var álíka rennilegt og staðsett á upphækkuðum palli. Meir að segja hnífapörin voru fusion og undin á alla vegu þannig að best var að borða jógúrtið með hendina tryggilega mántaða yfir höfuðið.

  Reply

Leave a Reply to Sibbi Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *