Fýla

Ég fíla ekki nýja bakgrunninn hjá þulunum á RÚV. Himinbláa kartonið sem var fyrir plúmmaði sig mun betur.

Ég fíla heldur ekki fólk í joggingbuxum á almannafæri.

Nei, ég þoli ekki fólk í joggingbuxum á almannafæri. Mér er sléttsama hvort þú sért atvinnu íþróttamaður eða krónísk fitubolla með hreinlætisóþol – þú hefur engan rétt að spranga um í skítugum joggingbuxum.

Missti næstum matarlystina áðan meðan ég beið fyrir aftan skítklepraða búttaða stelpu í joggingbuxum á skyndibitastað, buxur sem dansa á jaðrinum að vera hreinlega náttbuxur. Drullastu til að klæða þig í þau fáu skipti sem þú færir þinn klapprass út úr húsi! Í síðustu viku varð ég svo hreinlega frá að hverfa þegar ég var að reyna finna mér menningarlega DVD mynd á vídjóleigu hér í bæ. Skítafnykurinn af heilli fjölskyldu með hópafslátt af þriðja flokks íþróttafötum var mér ofviða.

En á morgun tekur betra við þegar ég geysist yfir Mýrdalsjökul í 10 jeppa bílaröð þar sem hver jeppinn á fætur öðrum hreinlega sligast undan aukabúnaði. Ef ég mæti einhverjum á joggingbuxum þar verður sá hinn sami urðaður á staðnum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *