Internetið Útgáfa 2.0

Internetið, sem er allt í öllu þessa dagana, er að detta í útgáfu 2.0. Þetta hljómar eins og lélegur brandari hugbúnaðarforritara, en ég er ekkert að grínast.

Þetta nýja útlit á robbik.net er háðsleg tilraun til að komast sem næst hinum stóra tvisti.

Annað sem hefur verið uppfært í kringum mig er Discovery HD sem nú lýsir upp stofuna hjá mér frá því ég kem heim þangað til ég fer að sofa. Þar sem ég er einstaklega ungur man ég ekki þá tíma þegar sjónvarpsútsendingar voru í svart-hvítu, en ég ímynda mér að það hafi verið leiðinlegt að horfa á erótískar myndir í slíkum heilafreðandi túbbum. Sumir vilja meina að það sé svipað að fara frá svart-hvítu yfir í lit og að fara frá lit yfir í HD. Ég tek undir það.

Jafnvel fræðsluþættir um gamla farta sem einhverntíman fundu upp eitthvað stórkostlega ómerkilegt verður yfirþyrmandi áhugavert í HD.


Get ekki skrifað færslu án þess að láta eitt kvikindi ljósmynd fljóta með.

Kjarnaskógur
Kjarnaskógur. Tekin á 30 sec. og lýst með vasaljósi. Gerði svo heiðarlega tilraun til að smyrja Orton-effect ofan í allt saman.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *