Sendu mér fundarboð

Ég er farinn að taka upp á því að biðja alla sem eiga eitthvað vantalað við mig að senda mér fundarboð. Bæði vegna þess að það hljómar svo ótrúlega kúl og það lítur út fyrir að ég hafi mun meir að gera en er raunin.

Til að mynda gæti ég verið að labba frá kaffivélinni með rjúkandi kaffi í tryggilega merktum fanti þegar einhver gólar í áttina til mín “Robbi, ég var að spá . . . .”, en viðkomandi nær ekki að klára setninguna því ég hef tekið snöggan snúning á staðnum og bendi nú með vísifingrum líkt og byssum og segi lágum tóni “Sendu mér fundarboð”, sem ég að lokum fullkomna með léttu blinki.

Þá hugsar viðkomandi með sér að hún hafi næstum spurt svalasta gaur á Íslandi hvað klukkan væri, jafnvel svalasta gaur á Norðurlöndunum. En svo fattar viðkomandi að Ísland er ekki allstaðar viðurkennt sem eitt af Norðurlöndunum og því hlýtur þetta að vera svalasti gaur í heimi.

Aðeins ef svalasti gaur í heimi hefði sagt henni hvað klukkan væri.

6 thoughts on “Sendu mér fundarboð

 1. Allý

  Hehehe….

  Mér finnst þetta lúkk allt í lagi en hví eru bara tvær færslur á síðu? Ég meika ekki allt þetta síðuflett, ég bugast hreinlega

  Reply
 2. robbik

  Þú verður bara að kíkja við á hverjum degi 😉

  Nei nei, lítið mál að breyta þessu – skellum þessu í fjóra.

  Reply
 3. Hedinn

  Sæll vertu robbi
  Ég heti Héðinn og netfangið er hedinnt@simnet.is
  Þannig er að ég sá þessa mynd á netinu og ætla að fara með hana og allar aðrar uplýsingar um hana sem að ég hef og afhenda heana lögregluni í mosfellsbæ ef að ég fæ ekki sannanir fyrir því
  að þú hafir ekki staðið fyrir eða tekið þáttí í svívirðingum og húsbroti á sumarhúsi upp við hafravatn í apríl 06

  Reply
 4. robbik

  Sæll Héðinn,

  Um hvað ertu að tala? Hvaða mynd sást þú á netinu sem tengir mig við sumarhús við Hafravatn í apríl 2006?

  Get fullvissað þig um, Héðinn, að ég tengist ekki á nokkurn hátt innbroti í sumarhúsi – nokkurn tímann.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *