Strútur 2007

Það er algjörlega heiðskýrt og sól, hitastigið rétt undir frostmarki og þú situr í Land Rover Defendur í fullum skrúða. Á undan skjagast nokkrir vel útbúnir og sérdeilis breyttir jeppar og það sama fylgir í kjölfarið.

Hér er ekki fyrir stressinu að fara. Ekkert nema Guðs fallega náttúran umvafin nýfallinni snjóbreiðu svo langt sem augað eygir. Leiðin liggur frá svifmengaðri borginni í Strút sem liggur norðan við Mýrdalsjökul. Skemmst frá því að segja að þetta var enginn hraðaakstur, með meðalhraða uppá 18 km/klst og það tók hópinn rúmlega tvær klukkustundir að komast síðustu metrana að skálanum. Frostið var slíkt að bílarnir áttu til að frjósa hreinlega við jörðina, bremsur hættu að virka og beygjuradíusinni skertist til muna.

En þetta var allt algjörlega þess virði. Þvílík snilldarferð. Ég hef öðlast nýja sýn á jeppaköllum (og jeppakjellingum) enda fátt betra til að losna við fordóma en að vaða beint í gin fordómadýrsins.

Hér er fyrsta settið af stafrænum ljósmyndum.

Happy Driver

Einhyrningur

What Road

Lunch Break

Onwards to the Glacier

Jeep Line

Top of the World

Do you Dare

Stuck!

One thought on “Strútur 2007

  1. Sibbi

    verð að segja að ég öfunda þig af þessari ferð….myndi nánast drepa fyrir eina slíka einmitt núna.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *