Enn Einn Strútur

Fyrir þau ykkar sem eru vantrúuð gagnvart því að ég hafi skemmt mér óborganlega í jeppaferð í Strút, stokkið til og hjálpað í hvert sinn sem þurfti að pumpa í dekk, binda massa hnúta eða stinga hendinni í jökulkalda á – þá langar mig að benda á tvær myndir sem Tryggvi tók.

Hér þarf ég gersamlega að beisla hamingjunna sem kraumar undir yfirborðinu.

Og hér var ég ekki lengi að stökkva til og veita hjálparhönd (er lengst til hægri).

Veit það lítur út fyrir að það sé svo kalt að ég sé að kúka snjó, en lofa ykkur því að þetta er snjór á hinum kyngimagnaða Land Rover sem virðist gægjast undan úlpunni minni. Flickr síðu Tryggva má svo finna hér.

3 thoughts on “Enn Einn Strútur

  1. Stebbi Gunn

    Það máttu vita að ég öfundaði ykkur þar sem ég sat í vinnunni þessa helgi og af myndunum að dæma hef ég verið í fullum rétti.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *