Hong Kong

Það er deginum ljósara að eftir ellefu tíma flug þá dugir ekkert 15 mínútna bjútísvefn. Eftir komuna til Hong Kong litum við Gunnar út eins og sveppir sem eru búnir að vera í litlum plastpoka í miklum raka dágóðan tíma.

Það hindraði okkur samt ekki í að skella okkur í kláf sem kláfaði okkur alla leið upp á topp á Victoria Peak. Eftir að tekur að dimma hér í Hong Kong er útsýnið ofan af Victora Peak hreint út sagt kjálkaslakandi. Þeir vaða greinilega í rafmagni hérna því hvert háhýsið á fætur öðrur blikkar eins og ofvaxnar diskókúlur.

Gamlársdagur var vissulega með öðru móti nú. Við þurftum reglulega að minna hvorn annan á að það væri gamlársdagur því ekki margt í kringum okkur minnti á að þetta væri síðasti dagur ársins. Aðalmarkmið dagsins var samt að ná að sjá sætu pöndurnar sem eru hýstar í Ocean Park – skemmtigarður í Aberdeen. Í stuttu máli er ekki mjög auðvelt að finna pöndur í Hong Kong. Sökum mannmergðar gáfust við samt fljótlega upp á Ocean Park og tókum röltið um miðborgina. Málið er að sama hvar maður stígur niður fæti hér í Hong Kong, það eru alltaf að minnsta kosti 7000 manns í kringum mann.

Á sjálft gamlárskvöld borðuðum við á FINS veitingastaðnum, en FINS stendur fyrir Finland, Iceland, Norway, Sweden. Af einhverri mjög undarlegri ástæðu var aðallrétturinn áströlsk dúfa.

Á nýársdag þutum við um borgina á BMW blæjubíl, ekkert er svalar en að keyra um á blæjubíl í 15° hita því 15° hér í bær er mjög svalt. En þegar maður keyrir um á BMW verður líka að taka smá snúning í hraðbát – sem vissulega var líka svalt á sama máta. Eftir hádegisamt snæddum við tælenskan mat og passaði það ágætlega að þegar við komum út af staðnum voru hórurnar komnar á stjá.

Dagurinn í dag fór að mestu leyti í að koma okkur upp að stærstu sitjandi bronz búddastyttu í heimi – sem er utandyra. Allt mikilvægar staðreyndir í þessari tölfræði. Styttan er 34 metrar á hæð og vissulega fagurlegt flykki.

Á morgun er plönuð ferð til Macau og síðan förum við inn í Kína annað kvöld. Vondandi komumst við einhversstaðar á veraldarvefinn næstu 2 vikur.

Gunni náði að uploada nokkrum myndum á síðuna sína þannig að tjékki it out.

3 thoughts on “Hong Kong

 1. Jóhanna Finnbogadóttir

  Hæ Robbi,
  Gaman að fylgjast með þér, kíki af og til þangað til ég fer hef þá ekki mikinn aðgang að tölvum í svörtustu Afriku.
  Og gleðilegt ár
  Góða skemmtun áfram.
  Kveðja,
  Jóhanna

  Reply
 2. Bjarki

  Takk fyrir innlitið og góða samveru. Allt í góðu í Guilin? Áin Lí uppþornuð?

  Kveðja,
  Bjarki Viðar

  Reply
 3. robbik

  Goda skemmtun i Afriku Johanna 🙂

  Guilin er skitapleis, erum i Yuang Shuo sem er stemmari. Li er saemilega turr tessa dagana!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *