Dulbúnar Slysagildrur

Það er að mörgu að huga þegar fólk er í fasteignahugleiðingum. Ég held í raun að það sé alltaf að mörgu að huga þegar fólk er á annað borð í hugleiðingum.

Ekki nóg með að það þurfi að grunda vel að staðsetningunni, hvernig íbúðin snýr og hvort drenið sé ekki örugglega í betra standi en þú sjálfur.

Mörg slys verða innan veggja heimilisins og einn af mínum komplexum er að festast einhversstaðar nakinn þegar ég er einn heima. Það er minn versti ótti að vera rölta um íbúðina í guðsklæðunum einum saman þegar ég renn til á vel bónuðum bletti eða fæ skyndilegt aðsvif þannig að ég festi hausinn einhversstaðar, t.d. í handriði á stiga eða bakvið risastóran skenk.

Hugsa sér að þurfa bíða kviknakinn og fastur eins og minkur í gildru eftir sambýliskonu sinni. Um leið og hún opnar útidyrahurðina blasir afturendinn á þér loðinn og krumpaður við vitum hennar. Og svo þarftu að fara útskýra af hverju þú ert yfir höfuð nakinn.

Versti parturinn hlýtur samt að vera þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að taka myndir af þær sem verða birtar á breiðtjaldi á næstu árshátíð.

Því þarf ég að finna húsnæði sem minnkar áhættuna á að festa hausinn nakinn.

One thought on “Dulbúnar Slysagildrur

  1. SigRey

    ‘I once got my head stuck in there’ er mjög góð setning til að eiga í handraðanum þegar þú í heimildarmynd um lífskeið þitt ferð á fornar slóðir…

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *