Íbúðir til sölu

Svefnherbergið

Það er þá komið að því. Íbúðin mín í Mánagötu er til sölu. Gefið að fasteignamarkaðurinn er víst frosinn í hel og dómsdagsspár rigna yfir landsmenn í hverjum kvöldfréttatíma vonast ég bara til að einhver góð sál rápist til að skoða íbúðina og upplifa í eigin persónu hið undraverðra karma sem íbúðin býr yfir.

Hér hef ég átt góðar stundir og minningar sem munu fylgja mér alla tíð.

Ef þú veist um einhvern sem vantar litla og hlýja íbúð á einum besta stað í borginni þá er bara að hafa samband við mig og/eða fasteignasalann minn.

Erum líka með til sölu íbúð á Kleppsveginum sem er einnig lítil og skemmtileg og kjörin til fyrstu kaupa eða fyrir nýfráskilda einstaklinga.

2 thoughts on “Íbúðir til sölu

  1. Drengur

    Ég kaupi þessa holu sjálfur ef það eykur líkurnar á því að þú flytjir hérna í næsta hús við mig.

    Reyndar finnst mér allt of mikið Innlit-Útlit innflúens í þessum ljósa-skermi.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *