Brúnkumeðferð

Einhversstaðar sá ég brúnkumeðferð auglýsta nýlega. Vona allavegana að ég hafi séð þetta en ekki dreymt.

Nú verð ég að opinbera kunnáttuleysi í hvað brúnkumeðferð er.

Fólk fer í meðferðir gagnvart ýmsu, t.d. áfengis- eða eiturlyfjameðferð. Einnig er hægt að fara í sálfræðimeðferðir til að reyna koma á stabílu hugarástandi.

Samkvæmt þessari notkun á orðinu meðferð er það notað til að lagfæra eitthvað sem er skilgreint með orðinu á undan meðferð. Þú ferð í áfengismeðferð til að hætta að misnota alkóhól. Það er ekki til neitt sem heitir edrúmeðferð (þó svo í þrítugsafmæli sem ég fór í nýlega væri engu líkara en menn væru í meðferð gegn langvarandi edrú).

Ferðu þá í brúnkumeðferð til að hætta að misnota brúnku? Ætti þetta ekki réttara að kallast hvítumeðferð? Þú ert að fara í meðferð gegn krónískri fuglaskituhvítu og endar hel tanaður.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *