Google finnur

Hadda og Allý hafa báðar bent á sum af þeim leitarorðum sem fólk gúgglar og lendir á bloggunum þeirra. Ég hef einhverntíman minnst á þetta áður en ætla að gera slíkt hið sama (tölfræði frá því ég fór að nota WP).

Það vekur athygli en kannski enga undrun að flestir leita að “baðherbergi” sem enda hér. Það má vera að ég bloggi of mikið um baðherbergi og það sem á sér gjarnan stað innan veggja þeirra. Næst kemur nafnið mitt og gælunöfn.

Einhverjir leita að “klósettpappír” á netinu þegar hann er búinn heima hjá þeim. Einnig hafa sumir slegið inn orðið “nakinn” og endað hér – en enginn virðist hafa slegið inn nakinn ásamt nafninu mínu. Undarlegt.

Nokkrir aðilar hafa verið orðnir langþreyttir á kjötmarkaðnum og leitað að “íslenskar hórur” ásamt “kviknakiní pottinum” og “pottinn youtube”. Hvað er skemmtilegra en að horfa á aðra í pottinum? Ekkert af þessu stendur samt á síðunni minni eins og fólk gúgglaði það.

Önnur orð t.d. “svissbotn”, “þröskuldur”, “spindikúlur” og “fyrstu skórnir” er eitthvað sem fróðleiksþyrstum netnotendum vantar handhæg svör við sem því miður finnast vart hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *