Heimilið mitt minjasafnið

Er ég var á leið til vinnu í morgun á svörtu rennireiðinni minni, bíl sem hefur vakið athygli á belgískum spjallborðum, hlustaði ég sem vanalega á Rás 2. Þar var Gestur Einar að taka viðtal við forstöðukonu Minjasafns Akureyrar um nýjustu sýninguna, “Hvað er í matinn?”.

Ég hlustaði að sjálfsögðu með allt að pervertískum áhuga.

Sérstaklega þegar umræðan fór að snúast um fyrstu eldavélarnar hér á landi. Forstöðukonan lýsti því nefninlega með stolti að á sýningunni væru hinar margfrægu Rafha eldavélar sem fóru að streyma hingað til lands um 1950.

Ég er með svona eldavél heima hjá mér og nota hana reglulega með virkilega góðum (þó misjafnlega) árangri!

Sú staðreynd að sumir munir heima hjá mér séu farnir að prýða minjasjöfn þar sem eldra fólk kemur og fær gæsahúð við minningar um barnslegan leik sinn fyrir framan slíka muni, eða yngra fólkið sem kemur og skilur ekki hvernig hægt sé að nota svona hluti, er ekki líkleg til að hækka sölugildi íbúðarinnar.

Eða hvað. Er ekki retro alltaf í tísku. Sem gerir það ekki retro.

En ég get allavegana fullyrt að ég rek sennilega eina heimilið á Íslandi sem státar Rafha eldavél í eldhúsinu og Playstation 3 ásamt 40″ flatskjá í stofunni.

Beat that, InnlitÚtlit wannabes.

3 thoughts on “Heimilið mitt minjasafnið

  1. Drengur

    Með áframhaldandi þróun í leikjatölvumálum mínum verð ég örugglega eini maðurinn á Íslandi með fjörtíu ára gamla xbox í stofunni

    Reply
  2. Tryggvi Már

    Mig langar bara að vekja athygli þína á því að Rafha eldavélar streymdu ekki til landsins, heldur voru þær framleiddar í Hafnarfirði. ha – ið í nafninu stendur sem sagt fyrir Hafnarfjörð.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *