Íbúðin til sölu – enn

Þetta ætlar að reynast þrautinni þyngri. Íbúðin mín er enn til sölu. Fullt af fólki búið að skoða og íbúðin hefur sennilega aldrei haldist svona hrein í jafn langan og samfelldan tíma – sem er þó jákvætt.

En fólk virðist ekkert vera að flýta sér. Mér er bara spurn eftir hverju fólk sé að bíða? Í kringum allt þetta krepputal og sú staðreynd að ríkistjórnin heldur ekki efnahagsjafnvægi hérna, þá eru kjör íbúðalánasjóðs alls ekkert slæm í dag og ég veit ekki betur en lífeyrissjóðir séu enn að lán. Það er bara ekki sniðugt að taka skammtímalán.

Stimpilgjöld verða afnumin af fyrstu eign 1. Júlí, en fólk getur samt gert tilboð og tryggt sér góða eign með þeim fyrirvara að kaupsamning sé ekki gerður fyrr en í byrjun Júlí og sleppur fólk þá við stimpilgjöld.

Þetta hlýtur að fara að smella saman. Annars enda ég sjálfsagt bara á því að leita til Akureyarbæjar og athuga hvort þau séu ekki til í að slá í púkk til að kaupa okkur parið norður – enda munum við vera mikil bragabót fyrir höfuðborg norðurlands. Eða hvað?

2 thoughts on “Íbúðin til sölu – enn

  1. robbik

    Alveg spurning með að leigja! Málið er bara að þá þurfum við að leigja sjálf , og ég nenni því ekki 😛 Nóg að þurfa flytja á nokkurra ára fresti…

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *