UT Kraðakið

Flestir af mínum uppáhalds gamanþáttum eru breskir, t.d. Extras, The Office og Green Wing. Allir þessi þættir eiga það sameiginlegt að vera með húmor að mínu skapi, en þó tengist enginn þeirra mínu daglega lífi neitt sérstaklega vel.

Helst væri það þá Office þar sem vinnuumhverfi mitt gæti sjálfsagt með einhverju móti flokkast undir skrifstofu. Ekki er ég aukaleikari og því síður læknir.

Ameríkanskir sitcom þættir eru margir hverjir nákvæmlega eins. Búttaður eiginmaður með rjúkandi heita eiginkonu og erfitt tengdafólk. Fléttan og kímnigáfan er oft ansi grunn.

Nú nýlega hinsvegar sá ég auglýsingu á S1 þar sem var verið að auglýsa þætti sem sýningar á hefjast fljótlega.

The IT Crowd.

Eða UT Kraðakið eins RÚV myndi sjálfsagt kalla það. Nú bind ég miklar vonir við þessa þætti þar sem þeir standa mér mun nær heldur en þættirnir sem ég nefndi hér í upphafi.

Nú falla sjálfsagt margir í þá gryfju að halda að loksins geti þeir farið að fylgjast með þáttaröðum og fengið smá innsýn inn í hvað robbik sýslar við alla daga. En nei, þó ég muni skilja alla brandarana í þessum þætti þá fjalla þeir ekki um eitthvað sem ég vinn við. Þessir þættir eru nefninlega um nörda sem vinna við tölvuþjónustu í fyrirtæki – ég er nörd sem forrita.

2 thoughts on “UT Kraðakið

  1. Drengur

    Já, þú ert nörd. Sá svona þátt um daginn og setti heimsmet í sjónvarpshlátri… þangað til Geir kom í fréttunum og sagði að krónan væri ekki bara góð, hún væri best bara.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *