Króatía

Nýkominn heim frá vikulangri dvöl í Poreč í Króatíu. Það er engum sögum um það að fletta að það munar rétt rúmlega tuttugu gráðum á Celsius kvarðanum á Istrian skaganum og hér á suðvestur horni Íslands.

Poreč er eldgamall og pínulítill bær rétt sunnan við landamæri Slóveníu. Til að komast þangað flugum við til Ítalíu og keyrðum með rútu gegnum Slóveníu og niður til Króatíu. Við gistum í litlum íbúðum og staðurinn er fullkominn til að gera akkúrat ekki neitt – sem er akkúrat það sem við gerðum.

Að flatmaga á vindsæng í Adríahafi er góð skemmtun.

Tók fáar myndir sökum annríkis við að slappa af, en hér eru þrjár.

Rovinj

Lonely Boat

A Baby Hedgehog

The church of St. Euphemia

Eru reyndar fjórar. Og nei, íbúðin er ekki enn seld 🙁

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *