Leynilegi Riddarinn

Þrátt fyrir skeflilegar hrakfarir okkar við að fara í Sambíóin síðastliðið sunnudagskvöld tókst það í gærkveldi. Álit mitt á nýja fyrirkomulagi Sambíó er samt hvergi nærri lokið.

Eins og gáfumennið f.willy bendir á í athugasemd sinni er tvöfalt kassakerfi þannig að ekki er hægt að kaupa miða og Prins Póló í sömu kortafærslunni. Eins eru merkingar af skornum skammti þannig að bíógestir líta út eins og lömb á leið til slátrunar þegar þeir standa allir í sömu röðinni meðan aðrir kassar eru tómir.

Þetta er skiljanlegt atferli. Ekki eru kassadömurnar allavegana að benda á að hægt sé að kaupa miða á öllum kössum heldur er betra að hafa röð út úr dyrum.

Í gær ákvað ég að renna við í fyrra fallinu til að tryggja mér miða. Þar sem ég treysti ekki Sambíóunum eftir þessar breytingar ákvað ég að kíkja vel á miðann minn til að fullvissa mig um að ég væri ekki bara að borga 1000 krónur fyrir afrit af ekki neinu.

Það er eins gott að ég gerði það, því þegar kemur að því að labba inn í salinn er þessi miði tekinn af manni. Þetta gefur manni 50/50 möguleika á að fara í réttan sal ef miðinn hefur ekki verið grandskoðaður áður og bókstafur bíósalsins lagður á minnið.

En djöfull var myndin samt góð.

2 thoughts on “Leynilegi Riddarinn

  1. hadda

    Til hamingju med afmaelid elsku Robbi.
    Bestu kvedjur fra Barcelona
    Hadda, Adam og Noaskottid

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *