Sambíóin að sænskri fyrirmynd

Snemma í gær á annars unaðslegum sunnudegi var lýðræðisleg ákvörðun tekin um að fara í bíó að sjá hina alræmdu leðurblökumynd. Tilhlökkunin var þó nokkur það sem eftir lifði dags.

Er við mættum í Sambíóin hér á Akureyris stundvíslega tímanlega klukkan 19:53 var röð út að dyrum. Það sem vakti athygli okkar var að þetta var röðin í sjoppuna.

Eftir stutta stund áttaði ég mig á því að Sambíón hafa tekið upp þann smáborgarlega og sænska hátt að sameina miðasöluna og sælgætissöluna í eitt guðsvolað kaos. Ég gleymi því seint þegar við félagarnir fórum fyrst í bíó í Skövde á seinni hluta síðustu aldar og náðum ekki upp í nefið á okkur yfir hallærisganginum að hafa miðsöluna og sjoppuna við sama kassa. Þvílíkt og annað eins.

Þarna stendur fólk í mestu makindum meðan það ákveður hvort það vill troða Valencia með hnetum og rúsínum eða Valencia með núggat og hnetum ofan í sitt feita kok meðan á myndinni stendur. Á meðan safnast upp haugur af fólki fyrir aftan sem vill ekkert með popp og kók gera, heldur bara horfa á helvítis myndina.

Eftir að hafa staðið í röð í 15 mínútur var röðin loksins komin að okkur. “2 miða á Dark Knight takk fyrir”. Afgreiðsludaman æpir þá á samstarfskonu sína hvort hún hafi selt síðustu 2 miða sem hún játti með kaldhæðnislegu glotti.

Sjaldan eða aldrei hef ég farið í jafnmikla fýluferð. Hvurslags endemis losara- of fíflaskapsháttur er þetta. Þvílík afturför hjá einu fyrirtæki.

Sambíón fá algjöra falleinkun fyrir þessa nýjung hjá sér. Ég átta mig á því að þau eru að þvinga fólk til þess að kaupa miðana á netinu.

Ég skal bara gera gott betur og horfa á helvítis myndina á netinu og sleppa því að borga Sambíóunum 1000 kall fyrir að leyfa mér að standa í röð.

4 thoughts on “Sambíóin að sænskri fyrirmynd

  1. f.willy

    Það er meiraðsegja 1050 kall af því að myndin er svo löng. En já ég hugsaði nákvæmlega sama og þú þegar ég upplifði þetta í fyrsta skipti, að Skaufabær væri að elta mig til Akureyrar. Þá líka hékk ég í röð út á kanti í sjoppunni sem ég hélt að væri í þann hluta af sjoppunni sem væri miðasalan, en komst síðan að því að það skiptir engu máli hvar maður fer í sjoppuna til að kaupa miða. Það sem gerir þetta ennþá heimskulegra að þau eru samt með tvöfalt kassakerfi, þú þarft að borga fyrir miðana sér og SVO kaupa þér í sjoppunni. Þetta er alveg fáránlegt fyrirkomulag væntanlega til að spara einn starfsmann.

    Reply
  2. Pingback: robbik.net » Leynilegi Riddarinn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *