Siðleysi

Á vef Egils Helgasonar má finna lesendabréf frá bankamanni, þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram:

Mikill fjöldi starfsmanna hefur keypt hlutabréf gegn láni (og þá helst erlendu) á undanförnum árum og jafnvel stuttu fyrir hrunið. Innan bankanna er unnið að því hörðum höndum að leysa úr þessari flækju og losa fólk undan þessari skuldbindingu – ástæðan er m.a. sú að starfsmenn sem tapa öllu og verða gjaldþrota mega ekki vinna hjá bankanum.

Hér gersamlega lekur siðblindan af mönnum. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að peningarnir mínir rýrnuðu um 31,2%. Ef hlutirnir halda svona áfram gildir ekkert nema frumskógarlögmálið hér á Íslandi í nánustu framtíð – ekki treysti ég ríkisstjórninni eða fjármálaeftirlitinu til að gera nokkurn skapaðan hlut í þessu frekar en öðrum mikilvægum málum.

Ein af ástæðunum fyrir því að t.d. Svíar hafa ekki lánað okkur pening er að þeir bíða eftir aðgerðum IMF. Eins og ég skil þetta, þá treysta þeir ekki íslenskum stjórnvöldum og vilja fullvissa sig um að fjármagn sem þeir mögulega veita fari milliliðalaust til hins almenna borgara á Íslandi, en ekki til að greiða skuldir stóru kallana eða losa þá undan skuldbindingum.

Svo eru það samsæriskenningarnar. Hvað er meira hressandi en góð samsæriskenning á krepputímum. Sumir vilja meina að Bretar hafi plottað þetta lengi og dreift slæmum orðrómi um íslenska fjárhagskerfið og beinlínis bannað aðilum að lána Íslandi. Það er visvítandi verið að keyra okkur í þrot. Ástæðan er loftlagsbreytingarnar og þá sérstaklega það sem er að gerast norðan við okkur. Ísland er landfræðilega vel staðsett upp á skipasiglingar sem munu opnast þegar norðurskautshafísinn verður eins og mulinn ís í vatnsglasi. Einnig er verið að þvinga okkur til að ganga í ESB þar sem við munum ekki hafa eins mikið um þetta mál að segja en ef við værum fyrir utan ESB.

Hvað sem þessu líður er föstudagur og helgin framundan. Ætla reyna njóta hennar sem mest því ekki líður á löngu þangað til ríkisstjórnin mun reyna taka af okkur hamingjuna og samveru með okkar nánustu. Verð að enda þetta á kreppuvísu sem ég fékk senda, veit ekki hver höfundur er.

Hugarvíl og harmur dvín,
er horfi ég á frúna.
Hún er eina eignin mín
Sem ekki rýrnar núna

Og ein góð frá wulffmorgenthaler.

One thought on “Siðleysi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *