Sálgasvæði 2

Pirraður HelghanÍ kvöld gerði ég eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, og grunaði raun í seint að ég myndi finna sjálfan mig gera.

Ég fór á sérstaka opnun í Elko sem var til þess eins að moka nýjum Playstation 3 tölvuleik í okkur óseðjandi spilara. Ekki nóg með að ég læti sjá mig þarna heldur var ég búinn að forpanta leikinn.

Mér hefur hálf kviðið fyrir að þurfa láta sjá mig í Elko verslun eftir kvöldfréttir og bjóst hálfpartinn við að þurfa að standa í röð svo tímunum skipti til þess eins að fá eintakið mitt afhent. Eintakið sem ég verð að viðurkenna að hafa beðið eftir með svolítið pervertískri eftirvæntingu.

Ég bjóst við að vera umkringdur unglingum í hettupeysum sem réðu ekki við hórmónaflæðið í sér og myndu vera skoppandi og froðufellandi út um alla verslun.

Því fór aldeilis fjarri.

Ég mætti nokkrum mínútum eftir opnunina og kom að tómu bílastæði. Rölti inn í verslunina þar sem þrír starfsmenn tóku á móti mér með bros á vör, spurðu til nafns og afhentu mér mitt eintak enn með bros á vör.

Á leiðinni út mætti ég öðrum karlmanni á þrítugsaldri sem var að laumast til að ná í eintakið sitt.

Nú er svo komið að leikurinn sem ég hef beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu, Killzone 2, kemur út á morgun fyrir almenning. En ég kemst ekki í að prófa hann fyrr en í lok vikunnar, horfi bara á hulstrið á meðan.

Fyrir þau ykkar sem halda að ég sé búinn að missa vitið, sem ég sennilega er, prófið að fara á youtube og leita að killzone 2 hd gameplay og reynið að kúka ekki í brækurnar meðan þið horfið á þessi myndbönd.

8 thoughts on “Sálgasvæði 2

 1. robbik Post author

  Haha, trúi því. Enda reyni ég að halda þessu svolítið út af fyrir sjálfan mig.

  Hinsvegar get ég sagt það að ég prófaði leikinn í gær og það næsta sem kemst því að spila þennan leik er sennilega hressileg rússíbanaferð.

  Reply
 2. Drengur

  Er þetta ekki leikurinn sem fékk lægstu einkunn ever í Game TV í vikunni? Reyndar eru mennirnir sem stjórna þeim þætti eflaust á fimmtugsaldri.

  Reply
 3. robbik Post author

  Bíð eftir boði sem gestastjórnandi Game Tíví, þarf bara að æfa mig í að tala hraðar. Get velt því fyrir mér af hverju ég er alltaf skotinn í hausinn um leið og ég fer í online spilun…kannski vegna þess að ég er vissulega á fertugsaldri og viðbragðstíminn eftir því.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *