Göt í götum

Það er voða fínt að búa á Akureyri. Við fáum okkur pylsu með öllu og skellum rauðkáli með og skolum svo öllu niður með kók-í-bauk og allt það.

En það er eitt sem fer óstjórnlega í taugarnar á mér hér í bæ.

Göturnar eru á svipuði kaliberi og mætti hugsa sér að finna á tunglinu, þær eru sumstaðar svo holóttar að það mætti halda að götubardagi hafi staðið yfir í allan vetur. Þá er ég ekki að tala um einhvern bardaga með túttubyssur milli ofvirkra grunnskólabarna heldur eitthvað meir í líkingu við daglegt líf í Bagdad.

Ég hef hinsvegar ekki séð marga skriðdreka hérna sem hlýtur að leiða líkum að því að malbikið sé algjört krapp. Kannski er þetta vegna þess að sumir framúrskarandi gatnagerðarmenn á sínum yngri árum sneru sér fljótt að öðru.

Þetta veldur því að annaðhvort keyra bæjarbúar á undir 30 km/klst (flestir gera það reyndar hér) til að finna sem minnst fyrir holunum, eða fólk keyrir eins og það sé með brennandi sígarettu í klofinu og tekur snarkrappar beyjur í sífellu til að forða dempurunum frá varanlegu tjóni – og virðir að vettugi hagsmuni annara vegfaranda.

Getum við ekki fyllt upp í þessar holur með áli? Eigum nóg af áli og það kostar ekki skít í bala í dag. Setja smá bling bling í göturnar og láta sumarstarfsmenn bóna það daglega. Hugsið ykkur hvað álfelgurnar mínar tækju sig vel út í sumar tillandi ofan á nýbónuðu álholufylli.

3 thoughts on “Göt í götum

  1. Farbror Willy

    Já bara ef rjómi íslenskar æsku hefði haldið sig ofaní vegavinnuskurðunum þar sem hún átti í raun heima. Tek undir þetta að bærinn er orðinn frakkalega holóttur á köflum. Mig kitlar nú bara í malbikunarfingurgómana við að sjá þessi gímöld í götunum, kannski maður fari bara að læðupokast um götur bæjarins á nóttunni með tjörufötu og station-skottið fullt af rjúkandi biki og fylla í holur. Gerast svona “malbikunar-vigilante”. Það væri eflaust stuð.

    Reply
  2. joi

    það sem þér dettur í hug drengur. Ef þér tekst að koma þessu í gegn, þá máttu koma á Skagann og holufylla hér líka.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *