Baðvog dauðans

Nemesis
Creative Commons License photo credit: Fujoshi

Komst að því í byrjun vikunnar að það vantaði sárlega baðvog á heimilið, hef ekki viktað mig síðan ég var látinn stíga á vikt ásamt farangri fyrir innanlandsflug í Filippseyjum í fyrra. Þá var ég reyndar búinn að lifa á hrísgrjónum í nokkra daga og vó lítið meir en nærfatamódel.

Fór í uppáhaldsverslunina mína Byko. Það er ekki lengur hægt að fá gamaldags baðvog með analog mæli, skífa sem hreyfist á ógnarhraða upp kílógrammaskalann meðan maður bíður sveittur eftir lokaniðurstöðunni.

Nú er hægt að fá baðvog sem kostar meira en það kostar mig að borða í einn mánuð. Held þær séu útbúnar GPS staðsetningartæki og GSM síma, auk þess sem hún getur tekið mynd beint upp í rassgatið á þér og birt spöplarit í lit af heilsu ristilsins.

Keypti næst ódýrustu baðvogina. Hún getur víst mælt þyngd, vöðvamassa og fituprósentu ásamt að reikna út dauðdaga með hárfínni nákvæmni.

Ég stillti vogina á kvenmann – bætti svo um betur og stillti á íþróttalegan kvenmann. Steig á viktina og niðurstöðurnar létu sko ekki á sér standa.

Obese.

Obese. Fuck. Me. Slowly.

Viðurkenni að ég mætti vel missa nokkur kíló. Ég neyðist til dæmis ekki til að nota eyrnapinna til að hreinsa rákirnar á milli magavöðvana – nota frekar reglulega drullusokk til að hreinsa naflalónna. En er ‘obese’ ekki helst til djúpt í árina tekið?

4 thoughts on “Baðvog dauðans

 1. Gunnar Freyr

  hahahaha fyndnasta blogg lengi hjá þér!! var búinn að gleyma þessu með viktina á Filippseyjum. Annars þætti mér fróðlegt að vita hvernig baðvog getur mælt fituprósentu í gegnum iljarnar á manni.

  Kv,
  Gunnar

  Reply
 2. robbik Post author

  Held að skekkjumörkin séu stjarnfræðileg. Langaði bara í venjulega vikt og þessi var næst ódýrust. Sú ódýrasta var úr gleri. Hver býr til apparat úr gleri þar sem kemur fram í leiðarvísinum að maður eigi helst að vera nakinn þegar maður stendur á því!
  Ertu ekki orðinn sleipur í norsku.
  For å estimere de forskjellige verdiene bruker Body Light en teknikk som kalles Bio- elektrisk Impedans Analys BIA. En liten og helt ulfarlig bio-elektrisk impuls sendes gjennom kroppen og da denne impuls går gjennom alla muskler og fettmasser med høy hastighet kan mikroprosessoren i vekten analysere signalets hastighet.

  Reply
 3. Gunnar Freyr

  hahahahahha sénsinn að þessi baðvog geri þetta!! er þetta ekki bara þróað af NASA líka?! held að Norðmenn hafi verið reyktir þegar þeir þýddu þetta 🙂

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *