Blautir sokkar

DRYING SOCKS
Creative Commons License photo credit: spike55151

Ég gerði þau skelfilegu mistök á leið frá bílnum yfir á skrifstofuna í morgun að stíga ofan í poll. Það hefur snjóað meir en góðu hófi gegnir undanfarna daga og í hlákunni myndast leyndir pollar út um allt.

Þetta gerði það að verkum að ég blotnaði líttilega kringum stóru tá á hægri fæti. Eins saklaust og sætt það hljómar þá hefur þetta dregið dilk á eftir sér í allan morgun.

Mér er óstjórnlega kalt á hægri tánni og get lítið sem ekkert gert í því. Þetta hindrar eðlilegt blóðflæði og því eru vinnuafköstin hjá mér sjálfsagt ekki nema svona 76% sirka.

Það að vera í blautum sokkum er eitthvað mest óþolandi í heimi. Mig langar helst bara að fara heim, úr sokkunum (og buxunum líka) og horfa á fyrstu seríuna af BSG.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *