X09

Stormy Coast
Creative Commons License photo credit: orvaratli

Á morgun klæðum við okkur upp í fínasta pússið og göngum til kosninga til Alþingis. Af nógu er að huga og ekki hefur verið skortur á misvísandi umræður upp á síðkastið.

7 mánuðir eru frá bankahruninu og enn vantar róttækar aðgerðir fyrir heimilin í landinu. Það sem er í boði í dag nýtist einungis þeim sem eru búnir að gera langt upp á bak og er til lítils annars en að seinka yfirvofandi gjaldþroti í mörgum tilfellum.

Eina leiðin er leiðrétting á húsnæðislánum, sama hvort það er 20%, 4 milljónir eða endurreikna eftirstöðvar lána útfrá vísitölu fyrir hrun.

Ef það er eitthvað einkennandi fyrir kosningar nú þá er það að vita hvað á ekki að kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig með endæmum illa undanfarið og uppvís að grunsamlegum styrkjum og einstöku framtaksleysi. Flokkurinn hefur ekkert nýtt fram að færa og gerir lítið annað en að rangtúlka hugmyndir annarra. Sjálfstæðiflokkurinn auglýsir til dæmis að þeir vilja lækka greiðslubyrði fólks um 50% í nokkur ár og lengja í láninu. Þetta veldur því að greiðlubyrðin verður meiri eftir nokkur ár en hún er í dag – þetta er ótrúlega vanhugsað og ekki lausn frekar en að klippa gat af sokki.

Samfylkingin telur að innganga í Evrópu sé töfralausn sem lætur öll okkar vandamál hverfa með því sama. Þau eru meir að segja farin að beita hræðsluáróðri og segja að ef við sækum ekki um aðild nú muni Evrópusambandið lokast eftir 2010 og erfiðara verði að sækja um. Af hverju skyldi það vera? Er Evrópusambandið kannski sjálft að berjast í bökkunum. Auk þess eru vandamál okkar mun meir aðkallandi en að geta beðið í nokkra mánuði eða jafnvel ár til að sjá hvernig samning við myndum ná. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að komast að því hvernig aðild okkar í Evrópusambandið myndi líta út, en það er ekki nóg að setja allan fókus á þetta eftir kosningar, við þurfum að taka til heima hjá okkur líka.

Dramatískt efnahagshrun kallar á djarfar aðgerðir. Ég bara rétt svo vona að sú ríkisstjórn sem mun sitja hér eftir helgi muni hafa í sér styrk og dirfsku til að takast á rót vandans.

Kjósum rétt.

One thought on “X09

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *