Ljósleiðari

Optic fibre
Creative Commons License photo credit: -eko-

Símafyrirtæki eru sennilega mesti þyrnir í augum landsmanna fyrir utan auðmenn. Þjónustuleiðir þeirra eru óþarflega flóknar svo ekki sé talað um símreikningana – og að tala við þjónustufulltrúa getur stundum verið eins og að tala við bergmálsgreini.

Það er kominn ljósleiðari inn í íbúðina mína. Jibbí. Kom skemmtilega á óvart þegar starfsmaður Tengis dinglaði allt í einu og spurði hvort hann mætti ekki draga ljósleiðarann inn. Fátt gæti verið meira sjálfsagt. Hinsvegar á eftir að tengja tengiboxið en það er víst ekki hægt alveg á næstunni þar sem Akureyrarbær gerði sér lítið fyrir og malbikaði yfir brunninn sem átti að tengja mig við.

Er þetta ekki alveg týpískt. Bærinn getur ekki lagað holóttar göturnar en á í litlum vandræðum með að malbika yfir eitthvað sem annaðhvort á ekkert að malbika eða áður en búið er að ganga frá öllum lögnum. Það þarf því að saga burt malbikið svo hægt sé að komast í brunninn og ganga frá. Þetta er allavegana atvinnuskapandi.

Ég er með alla mína þjónustu hjá Símanum en þeir eru svo þverir að þeir ætla sér ekki að tengja sig inn á önnur net. Treysta greinilega bara aðeins þeim lögnum sem þeir leggja sjálfir. Hvurslags endemis vitleysa er þetta! Ætla þeir að leggja ljósleiðara við hliðin á ljósleiðara sem er til staðar með tilheyrandi kostnaði. Það er verið að vinna í að leggja ljósleiðaranet hér á Akureyri og Síminn ætlar með einstakri fortíðarhyggju að halda sig bara við ADSL um ókomna tíð.

Átti alveg stórmagnað samtal við starfsmann Símans um þetta. Það er þá lítið að gera en að flytja allt klabbið yfir til fyrirtækis sem er tilbúið að nýta tækni sem er til staðar. Aular.

One thought on “Ljósleiðari

  1. Drengur

    Þú segir fréttir. Ég er orðinn dauðpirraður á Símanum. Eflaust eru þeir ekkert mikið verri en hinir bossarnir en vondir samt. Hvað er þetta nýmóðinsdót? Ljóshvað? Á ég að fá mér þannig?

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *