Göngutúr

Þetta blogg er nú ekki alveg dautt, vona ég. Verður eitthvað lítið um færslur í sumar væntanlega. Eðlilega. Fáránlega gott veður alltaf hérna og ég er sveittur við að byggja skjólvegg/varnargarð öllum stundum.

Mynd sem ég rakst á þegar ég var að taka til í myndunum mínum (sem ég geri allt of lítið af)…

A Walk in the Snow

Og önnur sem er tekin yfir í Vaðlaheiði um daginn.

Vaðlaheiði Waterfall

8 thoughts on “Göngutúr

 1. Drengur

  Ég kíki hérna einu sinni á dag þannig að þetta heldur mér volgum í smá stund. Annars er efri myndin afskaplega góð, enda aðeins snillingar sem geta tekið myndir af fólki.

  Reply
 2. Gunnar Freyr

  Já maður er hérna inni einu sinni á dag næstum því. Var orðinn vonlítill um að rekast á nýtt blogg frá þér. Alltaf hressandi að lesa gamansögur úr lífi þínu. Þú kannski bloggar um það hvernig þú neglir sjálfan þig við skjólvegginn í sumar 🙂

  Reply
 3. robbik Post author

  Mér til lukku þá er þessi veggur allur skrúfaður saman með 4×50 galvaníseruðum skrúfum – annars væri ég búinn að negla ermina oftar en einu sinni við.
  Klaufalegasta sem ég hef gert er að láta snitteininn við húsvegginn koma í gegnum 95×95 staurinn of nálægt 5 mm vinkiljárninu sem heldur uppi 45×45 þverbitanum! En reddaði því á snilldarhátt.
  Gerist bara smiður þegar öll IT vinna er uppurin á Íslandi.

  Reply
 4. Drengur

  “…ég er sveittur við að byggja skjólvegg/varnargarð öllum stundum.” Bebebe tveittur a bibibib… kjaftæði! Þú ert sveittur allright, sveittur að æfa þig í sýndarborðsýndartennissýndar!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *