Mjóifjörður

Fróðir menn segja að það sé einstök upplifun að keyra af Mjóafjarðarheiði svo til beint ofan í Mjóafjörð.

Í lok júlí í sumar dvöldumst við vikudvöl í sumarbústað fyrir austan og keyrðum út um allt. Austfirðirnir voru þræddir í hinni margrómuðu austfjarðarþoku og rigningu, hefðum alveg eins getað verið að keyra Eyjafjarðarhringinn endalaust.

Svona var umhorfs á Mjóafjarðarheiði þegar við keyrðum hana, þurfti snarlega að beygja undan jeppa sem greinilega taldi sig eiga einhversskonar yfirráðarrétt yfir malarvegum landsins. (Mæli að sjálfsögðu með HD ef þið höndlið það).

[stream flv=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_SD_HQ_512kbps.flv width=480 height=272 img=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_preview.jpg bandwidth=med hd=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_HD_2Mbps.flv title=Mjóifjörður /]

2 thoughts on “Mjóifjörður

  1. Vilhjálmur Stefánsson

    Þið hafið greinilega lent á Mjóafirði í sínu allra besta formi!! Ef ökumaður jeppans hefði verið einhver skyldur mér þá hefði hann vissulega átt yfirráðarrétt yfir veginum, t.d. Fúsi bróðir pabba þar sem hann er hreppstjórinn (reyndar fyrrverandi hreppstjóri eftir sameiningu sveitarfélaga en hann má samt allt). En ég kannaðist ekki við jeppann, hefur verið einhver utanhrepparmaður.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *