Uh, ný bloggfærsla

Það er ekki laust við að samskiptablókurinn Facebook taki metnaðinn úr reglulegum skrifum á þetta blogg. Ekki að ég sé sá virkasti á Facebook heldur. Hugga mig við að ég er ekki sá eini sem stend frammi fyrir þessum vanda.

Veit ekki hvort þessi færsla dugi til að vekja áhugann aftur. Sjáum til.

Kannski hefur sú staðreynd að ég sé orðinn faðir eitthvað með málið líka að gera. Ég hef einfaldlega yfir færru að kvarta en fyrir nokkrum misserum.

Sjálfum þykir mér þetta nokkuð merkilegt miðað við það sem gengið hefur yfir land og þjóð. Ekki skortir mig skoðanir í þeim málum og gæti ég sennilega gusuð út úr mér svívirðingum og harðyrtum yfirlýsingum eins og engin væri morgundagurinn.

En ég geri það ekki.

Lítum bara á þessa mynd.

Árni 5 mánaða

Við erum með myndaalbúm hér á síðunni sem er falið fyrir forvitnum augum óþekkra og þarfnast innskráningar. Ef þið viljið fá aðgang þá endilega hafið bara samband við mig eftir þar til gerðum samskiptarleiðum.

3 thoughts on “Uh, ný bloggfærsla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *