Category Archives: Ferðablogg

Á ferðinni bloggfærslur.

Róm

Eitt af því ógáfulegasta sem ég hef gert þessa síðustu og verstu daga, fyrir utan að losa um töluvert fjármagn til að svala ódauðlegri þörf minni fyrir fleiri bita og þéttari myndeiningar í bókstaflega öllu, er að gefa konunni minni farsímann minn sem ég var þá hættur að nota.

Í barnslegu góðlæti mínu hélt ég að þetta væri guðdómlega fallegt af mér, en djöfullegt minni farsímans er sífellt að koma aftan að mér. Konunni minni finnst ekkert spennandi að fá sífellt áminningar um reglubundnar svallveislur, fundi áhugamanna um kynleg málefni og afmælisdaga fyrrverandi ból- og/eða drykkjufélaga. Allt hlutar af minni mjög svo vafasömu fortíð.

En talandi um Guð og djöfulinn, þá er skemmst frá því að segja að ég skrapp til Róm yfir páskana. Á meðan Íslendingar hámuðu í sig sveittum páskaeggjum með stírur í augum og hlandklepruðum náttfötum stóð ég á Péturstorgi í svívirðilegri rigningu og óhóflegum þrumum og hlustaði á orð páfans.

Ef einhver hefur ítök í veðrinu og smá ráðrúm til samningaviðræðna um sólskin á ákveðnum tímapunkti í gegn nokkur hundruð maríubænum, þá ætti það að vera páfinn.

Róm er yndisleg borg, með allri sinni geðbiluðu umferð, þröngum strætum, óteljandi kirkjum, flatbökum og hveitideigi. Hvert sem þú snýrð þér er eitthvað stórmerkilegt að sjá. Rör sem stendur út úr byggingu og lítur út fyrir að vera hvert annað drasl er í raun 2000 ára gamalt skólp. Og enginn, öll þessu ár, hefur fundið tilhneigingu hjá sér til að henda þessu.

Fjárhagslega séð var þetta versti tími síðan almennar flugsamgöngur hófust til að fara í svona ferðalag. Evran fór í sögulegt hámark akkúrat á þeim tímapunkti sem við vorum á Ítalíu og ég mun aldrei gleyma því hvenær ég fór því línurit evrunnar hefur stimplað þetta inn í eilífðina.

Nánari upplýsingar um helstu minjar og ljósmyndir fylgja í næstu bloggfærslu.

Expedition Eat Rice

Þrátt fyrir að hafa staðið á ströndinni og blikkað ákaft út í niðdimma nóttina var okkur ekki rænt. Enda hafa mannrán á Filipseyjum minnkað stórlega undanfarin ár, en ekki búið að finna alla mannræningjana miðað við plakatið yfir mest eftirlýstu mannræningjum Filipseyja sem hékk á lögreglustöðinni í El Nido.

Þriggja daga svaðilförin stóð í raun alveg undir væntingum. Það var lítið áætlað þegar er lagt af stað nema vera í Coron Town eftir þrjá daga. Lögðum af stað frá El Nido síðastliðin miðvikudag út í óvissuna.

Er frekar erfitt að reyna lýsa þessari ferð í örfáum orðum, er frekar efni í mjög langa pistil. Myndirnar tala væntanlega sínu máli þegar við höfum tækifæri til að henda þeim á alnetið eftir að við komum heim.

Í stuttu máli var þetta s.k. Island Hopping. Við lifðum á fiski og hrísgrjónum sem annaðhvort var veitt af áhöfn bátsins eða keypt í næsta þorpi. Við gistum á hvítri strönd aðra nóttina og á bátnum hina. Báðir erum við samt búnir að snorkla nóg fyrir allt árið og þótt það hljómi ótrúlega þá hætta fjarlægar hvítar strendur smekkfullar af pálmatrjám, svona týpískar póstkortastrendur, að hafa áhrif á mann. Þetta fellur allt saman í eitt.

Er samt alveg merkilegt hvar okkur bar niður, allstaðar var einhver kofi eða kofar, og annaðhvort yfirgefnir eða búið í þeim. Einnig held ég að það sé hægt að finna að minnsta kosti einn hund á hverri einustu af þeim þúsundum eyja sem eru hér. Manni stendur ekki alveg á sama þegar maður prílar úr sjónum á pínulitla yfirgefna eyju, með húsi sem líkist helst einhverju sem var notað undir tilraunir á manneskjum, þegar óður hundur kemur geltandi og slefandi á móti manni. Guð má vita hversu lengi þessi hundur hefur verið þarna einn og yfirgefinn.

Nú erum við staddir í Coron Town á Busuanga eyju. Gærdagurinn fór í að leigja okkur bát til að fara með okkur um helstu staði sem hluti Filipseyja býður upp á. Fyrir utan Island hopping og snorkla (sem ég er komin með ógeð af beisikallí) þá fórum við í Hot Springs.

Hot Springs hljómar kúl og töff á stöðum eins og Íslandi þar sem hitastigið er kannski 10°, en þegar hitinn er 30° er frekar absúrd að vera staulast ofan í einhvern 40° heitan hver. Okkur Gunnari fannst það nú lítið mál að dýfa okkur ofan í þetta en Bretarnir sem voru með okkur fannst þetta ekki alveg eins sjálfsagt mál.

Í dag er síðasti dagurinn okkar á Filipseyjum þar sem við fljúgum til Manila í fyrramálið og áleiðis til Hong Kong seinnipartinn á morgun. Víð áætlum svo að lenda seinnipartinn á fimmtudaginn á Íslandi. Ég hygg að fyrsta verk okkar heima á klakanum verði að taka langa, hreina og heita sturtur þar sem sú athöfn að baða sig upp úr fötu af köldu vatni missir allan ljóma eftir þrettán skipti. Við erum reyndar hættir að gaspa eins og við eigum lífið að leysa eftir fyrstu gusuna!

Palawan

Frá Sagada lá leið okkar suður eftir Filipseyjum til eyjunnar Palawan. Við lögðum af stað brattir í brún klukkan 10:00 síðastliðin föstudag með jeepney frá Sagada til Bontoc sem tók rúmlega klukkustund. Jeppney er sér Filipeyskt fyribrigði af farartæki sem er samblanda af jeppa og smárútu. Þetta eru yfirleitt samasoðnar járnhrúgur sem með undraverðum hætti komast hvert sem er og taka allt frá 8 upp í 40 manns (eftir því hvort þetta eru vesturlandabúar eða asíubúar).

Frá Bontoc lögðum við svo af stað með rútu klukkan 15:00 sem átti að skila okkur til Manila á miðnætti. Skemmst er frá því að segja að rútan bilaði nokkrum sinnum á leiðinni, það voru pissustopp og einu sinni virtust þeir stoppa til þess eins að þrífa rútuna – um miðja nótt. Rúmlega 05:30 morguninn eftir stóðum við á einhverju guðsvoluðu bílastæði í Manila og áttum flug klukkan 08:15 til Puerto Princesa. Náðum að hóla í enn einn útúrstressaðan leigubílstjórann sem ók okkur út á flugvöll. Það tók einnig sinn tíma vegna umferðarteppu og eins mjög alvarlegs bílslys sem við keyrðum framhjá.

Við náðum á flugvöllinn í tæka tíð þrátt fyrir að þurfa sýna ýmis skilríki og kvittanir margsinnis og fá stimpla hægri vinstri á allt sem hægt er að stimpla.

Það kom okkur því ekkert sérlega á óvart þegar var tilkynnt um seinkun á flugi til Puerto Princesa. Biðum því salirólegir og helslakir eftir sérlega afslappandi rútu- og leigubílaferð. Ekki vakti það mikla trausttilfinningu hjá okkur þegar rafmagnið var að fara af flugvellinum í tíma og ótíma. Fórum ekki í loftið fyrr en 11:30.

Ef þið eruð mikið fyrir samkvæmisleiki þá mæli ég með að fljúga með Cebu Pacific. Þetta nýstárlega flugfélag hefur tekið upp á þeirri nýjung að angra farþega sína með léttum samkvæmisleikjum á miðri leið. Þetta fer þannig fram að lausgirtar flugfreyjur gefa vísbendingar um mismunandi hluti sem farþegar eru með á sér og sá sem er fyrstur að rétta hlutinn upp vinnur einhvern stórkostlegan minjagrip merktan Cebu Pacific. Ég tók leikinn kannski helst til alvarlega og var búinn að klæða mig í björgunarvestið og blása það upp þegar ég fattaði að það átti að sýna vegabréfið.

Lentum í Puerto Princesa um 12:30 og stukkum upp í næsta jeepney áleiðis til Sabang. Sú ferð átti að leggja af stað klukkan 14:00 og taka þrjá tíma en við vorum að koma í Sabang um 18:30. Jeepneyjar eru álíka áreiðanlegir og krakkhóra á amfetamíni í bingói.

Ferðin frá Sagada til Sabang tók semsagt rúmar 32 klukkustundir. Loftlínan milli þessara tveggja staða er cirka 600 kílómetrar.

Í Sabang gistum við svo í sitthvorum einka strákofanum inn í skógi, í göngufjarlægð frá “ströndinni”. Gerðum mest lítið þar nema að fara í Underground River í Puerto Prinseca Subturranean River National Park. Þetta er lengsti neðanjarðarhellir í heimi sem hægt er að fara um á báti. Við fórum rúma 1.5 km inn í hellinn en lengst er hægt að fara rúma 8 km. Eins og lýst er vel í Lonely Planet bókinni er þetta eins og ferð Jules Verne inn í miðju jarðar.

Orðnir langþreyttir á jeepneys, flugvélum og rútum ákváðum við að taka bátinn í gær norður til El Nido þar sem við erum staddir nú. Sú ferð tók reyndar 8 klukkustundur en var mun ánægjulegri og þægilegri en margar ferðir hingað til, þrátt fyrir að hafa lent í hitabeltisskúr á leiðinni (og þetta er að sjálsögðu opinn bátur með mótórhljóð líkt og í meðalstórri Boing þotu).

Í dag höfum við tekið tjillfaktorinn á þetta og skipulagt restina af ferðinni, náðum meira að segja að taka tan gönguferð á ströndinni í dag. Vorum meir að segja góðir við sjálfa okkur og gistum á hóteli hér, hóteli sem er byggt með steypu. Hér var öllu til lofað, lofkæling, satellite TV, heitri sturtu og 24 tíma rafmagni. Ekkert af þessu stenst fullkomlega. Rafmagnið er af skornum skammti og keyrir bara á ákveðnum tímum og sjónvarpið bara með gott signal ef það er heiðskýrt. Fyrir utan það að allir á hótelinu þurfa að horfa á sömu stöðina sem unlingsstelpan í lobbyinu velur af mikilli varfærni og eftir eigin geðþótta. Hitinn í sturtunni er ekkert annað en hlægilegur.

Á morgun leggjum við af stað í þriggja daga ævintýrasiglingu, eða Expedition Tour. Þetta er sko engin fjölskylduferð fyrir tvo feita foreldra með ennþá feitari börn. Hér siglum við um skerjagarðinn áleiðis til Coron og skoðum mjög svo fáfarnar eyjar og algjörlega út úr túrista leið – hækum, snorklum og tönum. Eins og staðan er nú verðum við 8 á bátnum plús áhöfn.

Verðum að hætta nú því við þurfum að hitta áhöfnina og taka smá bjór (nema Gunni sem fær sér Earl Gray te). Eigum að mæta niður á höfn eftir 30 mín og blikka nokkrum sinnum með vasaljósi. Þá kemur einhver bátur og sækir okkur. Svo er okkur sagt allavegana.

Bær Hundanna

Loksins kominn í tölvu sem er ekki með Windows á kínversku og því ekki lengi að snara lyklaborðinu yfir á íslenskt. Er í smábæ í norður Filipseyjum sem heitir Segada.

Íbúafjöldi hér telur litlar 1400 sálir. Þetta er lítill og sætur bær sem hefur verið vinsæll hjá bakpokaferðalöngum í mörg ár.

Rútuferðin sem ég minntist á í síðustu færslu, frá Manila til Bacau, sem tók alla nóttina reyndist ekki vera eins hræðileg og ég ímyndaði mér. Ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að öll sætin voru kyrfilega plöstuð og ég rumskaði annað slagið þar sem rútan var full af ókunnugu fólki – þá var þetta ágætt. Það gerir samt engum gott að sitja í plöstruðu sæti í 9 tíma og þrátt fyrir að loftkælingin hafi verið á fullu alla ferðina og skítkalt í rútunni þá sýður maður sjálfan sig smám saman í þessum sætum.

Hrísgrjónaakrarnir voru vissulega viðurstyggilega flottir og landslagið eins og draumur. Þeir eru rúmlega 2000 ára gamlir sem gefur þessu einnig skemmtilegt vibe.

Annars höfum við bara verið á tjillinu hér í Sagada. Tókum rölt í dag í Echo Valley að skoða Hanging Coffins. Í mjög stuttu máli eru þeir sem efnaðastir eru settir í kistu og hengdir utan í klettavegg. Þar hanga nú kisturnar öllum til sýnis. Þeir sem minna hafa milli handanna eru yfirleitt settir í kistu og inn í helli. Einnig er kirkjugarður hér þar sem allar grafirnar eru ofanjarðar. Þegar við áttum leið um hann í dag voru starfsmenn kirkjugarðsins í góðum fíling að grilla sér kjöt á spjóti í miðjum garðinum. Eins kurteisir og Filipeyingar eru buðu þeir okkur að sjálsögðu kjetbita – en við afþökkuðum pent.

Á morgun tökum við svo rútuna aftur til Manilla og verðum þar seint annað kvöld, eigum síðan flug niður til Palawan eldsnemma á laugardagsmorgun og munum því líklegast eyða nóttinni á flugvellinum. Sem er ekkert nema tóm hamingja.

Engar myndir þar sem internetsambandið hér er frekar slappt. Einnig verð ég að hætta þessu þar sem útgöngubann ríkir eftir klukkan 21 í þessum bæ.

Án spaugs. Þá hringir bjalla hér í bæ klukkan 21 og þá eiga allir að drattalappast heim til sín. Held við verðum ekki skotnir í miltað af færi ef við fylgjum þessu ekki en ég ætla ekkert að komast að því. Eftir klukkan 21 ráða þeir tugir hunda sem ráfa hér villtir um ríkjum. Í fyrramálið eigum við von á að vakna við fyrsta hanagal – bókstaflega. Þeir halda ekki kjafti þessir hanar.

Herramenn i Terracotta

Djang, djang, djang, djang, eg skil ekkert hvad tu ert ad segja.

Erum staddir a Youth Hosteli i Xiamen, hofum nokkrar min adur en vid holum i taxa til ad keyra okkur ut a flugvoll tar sem leid liggur til Filippseyja i kvold.

Talandi um taxa ta hofum vid fengid okkar skerf af umferdarmenningunni i mid-Kina. I fyrst lagi rifa allir oryggisbeltin ur aftursaetinu til ad geta bolstrad all duglega med allskyns lodfeldum. Annarsvegar var tad bilstjorinn sem ok um med okkur einhverja fjallabaksleid a odru hundradi a vegi sem toldi taeplega ad fara yfir 30. Afturi satum vid og righeldum i lodfeldinn til ad skella ekki endalaust med hausinn i gluggann. Komum ut med hvita hnua og loku fulla af harum.

Hinsvegar var tad gaeinn sem tok hradbrautina. Tar er reyndar hamarkshradi 80 en hann er sennilega lesblindur tvi honum leid best a 150 med sina hvitu silkihanska. A sirka 135 tok hann fram ur loggunni svo hvein i og skildi hana eftir i reyk. Afturi sitjum vid med engin oryggisbelti og reynum ad stara helst a tearnar okkar frekar en hradamaelinn.

Borgin Xi’an er alika skitug og mengud og fataekt mikil likt og i Guilin. En Terracotta Warriors voru hreint ut sagt magnadir. Ekki beint slakur a tvi tessi Qin Shi Huang, tarna standa stytturnar i tusundatali, engar tvaer eins og allt utpaelt nidur i minnstu smaatridi.

Dagurinn i dag hefur fari ad rolta um Xiamen og Gulang Yo, sem er hobbinn okkar yfir til Filipseyja. Tessi borg er ogn skarri en taer sem vid hofum verid i hinga til, enda liggur hun vid strondina og her er vist heljarins haskoli og menningarsvaedi.

Annars er tad bara flug i kvold og svo 9 klukkutima fokkings naeturrutuferd til ad skoda eitthvad hrisgrjonagras. Gunnar er alveg helaestur i ad skoda tessi stra. Ef eg set eitthvad ut a tetta fae eg bara til baka ad tetta seu nu einu sinni staerstu og fallegustu hrisgrjonaakrar i heimi – og tott thott vidar vaeri leitad.

名 中国

Allt i fina i Kina sagdi godur madur eitt sinn. Tad a vel vid nuna tar sem vid sitjum a kaffihusi ad kvoldlagi i Yongzhou.

3. Januar forum vid med hradbat yfir til Macau sem er um klukkutima ferd. Macau er Las Vegas austursins og statar m.a. af staersta spilaviti i heimi. Gaman ad sja munin a bresku Hong Kong og portugolsku Macau. Um kvoldid forum vid svo inn i Kina til Zhuhai og eyddum nottinni saman tar.

Forum a veitingahus med Bjarka tar sem stjornutjoninn Jimmy notadi hvert taekfaeri til ad aefa sig a enskunni. Jimmy er nylega buinn ad dompa kaerustunni sinni sem var med ohreint hjarta og vildi alltaf gera tad i lyftum. Jimmy filadi tad ekki, enda klar strakur.

I boru morgundagsins 4. jan tokum vid rutu til Guang Shou tar sem vid attum flug inn til Guilin. Tratt fyrir alla orku Kina eru teir ekki mikid fyrir midstodvar og halda mun meir upp a loftkaelingar. Vid satum badir i rutunni klaeddir i fodurland, flispeysum, jokkum, hufum og vettlingum og skulfum milli svefnhryna i 3 klukkutima. Ekki tok betra vid a flugstodinni sem var basically eins og stor frystiklefi og ef vid hefdum haft snjo i vasanum gaetum vid buid til skafrenning innanhus.

A flugvellinum i Guilin tokum vid tal vid nokkrar stulkur a tourist boardi. Tar gatum vid planad okkar dvol her i Guangxi heradi. Fyrir 9000 ISK fengum vid privat bilstjora og guide i 5 klukkutima, gistingu i 2 naetur a 3ja stjornu hotelum og batsferd a Li River med hadegismat! Hallo.

Tad er mjog fallegt i Guilin og kring, en sjalf borgin er skitug og ekkert vid ad vera. Tar bua um 700 tus manns en er halfgert Kopasker Asiu (eda hvad Bjarki).

I dag 5. Januar forum vid i siglingu upp Li River sem statar af otrulegri natturufegurd. A tessum tima ars er reyndar mjog litid i anni tannig ad vid gatum adeins siglt hluta hennar, en sa hluti stod fyrir sinu. Thetta er eitt af teim svaedum sem er erfitt ad lysa eda taka mynd af, tannig ad drullid ykkur bara tangad sjalf.

Seinnipartinn forum vid i gamlan sveitabae Yongszhou og kynntumst hvernig folk kemst af mjog einfaldar adstaedur. Forum i batsferd a bambus bat a Yulong River. Samkvaemt eins minnihluta aettbalksins her i Kina syngja karlmennirnir fyrir konurnar sem teir vilja giftast. Tau skiptast a songum, og ad lokum gefur konan karlmanninum sersaumadan bolta sem merki um ad hun vilji giftast honum. Ef fleiri en einn karlmadur er i spilinu getur hun hent boltanum i attina til teirra og ta slast teir upp a gamla matann.

I bambus batnum (sem tok 6 manns) fylgdi med ung dama sem song fyrir okkur nokkra af tessum songvum. Tar sem allir karlmennirni i batnum voru of mikla gungur til ad syngja a kinversku a moti, vid medtaldir, ta akvad hun ad velja einfaldlega tann sem henni leist best a til ad gefa boltann.

I stuttu mali tarf eg nu ad sja fyrir eiginkonu i Kina!

Sjalf Yongzhou er um 300.000 manna baer sem hefur 90% af tekjum sinum af ferdamonnum. Her koma um 15.000.000 ferdamenn a ari. Hallo Myvatn. Baerinn sjalfur tar sem vid sitjum nu, eg med Carlsberg og Gunni med Coca Cola ad skrifa thetta, er mjog skemmtilegur og fallegur.

A morgun eigum vid svo flug til Xi’an ad skoda Terracotta Warriors, sem verdur svalt i drasl.

Edit 06. Jan: Gunni er buinn ad uploada fleiri myndum fra Macau og Guilin. Sjalfur hef eg ekki komid neinu a netid enn, en gaman ad segja fra tvi ad ferdavefurinn Schmap.com (hver kannast ekki vid hann) oskadi eftir ad birta mynd fra mer, sem eg godfuslega gaf leyfi fyrir og ma sja her.

Hong Kong

Það er deginum ljósara að eftir ellefu tíma flug þá dugir ekkert 15 mínútna bjútísvefn. Eftir komuna til Hong Kong litum við Gunnar út eins og sveppir sem eru búnir að vera í litlum plastpoka í miklum raka dágóðan tíma.

Það hindraði okkur samt ekki í að skella okkur í kláf sem kláfaði okkur alla leið upp á topp á Victoria Peak. Eftir að tekur að dimma hér í Hong Kong er útsýnið ofan af Victora Peak hreint út sagt kjálkaslakandi. Þeir vaða greinilega í rafmagni hérna því hvert háhýsið á fætur öðrur blikkar eins og ofvaxnar diskókúlur.

Gamlársdagur var vissulega með öðru móti nú. Við þurftum reglulega að minna hvorn annan á að það væri gamlársdagur því ekki margt í kringum okkur minnti á að þetta væri síðasti dagur ársins. Aðalmarkmið dagsins var samt að ná að sjá sætu pöndurnar sem eru hýstar í Ocean Park – skemmtigarður í Aberdeen. Í stuttu máli er ekki mjög auðvelt að finna pöndur í Hong Kong. Sökum mannmergðar gáfust við samt fljótlega upp á Ocean Park og tókum röltið um miðborgina. Málið er að sama hvar maður stígur niður fæti hér í Hong Kong, það eru alltaf að minnsta kosti 7000 manns í kringum mann.

Á sjálft gamlárskvöld borðuðum við á FINS veitingastaðnum, en FINS stendur fyrir Finland, Iceland, Norway, Sweden. Af einhverri mjög undarlegri ástæðu var aðallrétturinn áströlsk dúfa.

Á nýársdag þutum við um borgina á BMW blæjubíl, ekkert er svalar en að keyra um á blæjubíl í 15° hita því 15° hér í bær er mjög svalt. En þegar maður keyrir um á BMW verður líka að taka smá snúning í hraðbát – sem vissulega var líka svalt á sama máta. Eftir hádegisamt snæddum við tælenskan mat og passaði það ágætlega að þegar við komum út af staðnum voru hórurnar komnar á stjá.

Dagurinn í dag fór að mestu leyti í að koma okkur upp að stærstu sitjandi bronz búddastyttu í heimi – sem er utandyra. Allt mikilvægar staðreyndir í þessari tölfræði. Styttan er 34 metrar á hæð og vissulega fagurlegt flykki.

Á morgun er plönuð ferð til Macau og síðan förum við inn í Kína annað kvöld. Vondandi komumst við einhversstaðar á veraldarvefinn næstu 2 vikur.

Gunni náði að uploada nokkrum myndum á síðuna sína þannig að tjékki it out.

Enn Einn Strútur

Fyrir þau ykkar sem eru vantrúuð gagnvart því að ég hafi skemmt mér óborganlega í jeppaferð í Strút, stokkið til og hjálpað í hvert sinn sem þurfti að pumpa í dekk, binda massa hnúta eða stinga hendinni í jökulkalda á – þá langar mig að benda á tvær myndir sem Tryggvi tók.

Hér þarf ég gersamlega að beisla hamingjunna sem kraumar undir yfirborðinu.

Og hér var ég ekki lengi að stökkva til og veita hjálparhönd (er lengst til hægri).

Veit það lítur út fyrir að það sé svo kalt að ég sé að kúka snjó, en lofa ykkur því að þetta er snjór á hinum kyngimagnaða Land Rover sem virðist gægjast undan úlpunni minni. Flickr síðu Tryggva má svo finna hér.