Category Archives: Ferðablogg

Á ferðinni bloggfærslur.

Reykjavík-London-Munich-London-Reykjavík

Lenti í því að vera í London og Munich í einni og sömu vikunni. Síðustu viku það er.

Rúmlega helgi í London býður upp á margt, einum of margt jafnvel. Söfn, leikhús, veitingastaðir, listasýningar og pöbbar í einni hasarpakkaðri helgi. Monty Python’s Spamalot er leiksigur og ég þurfti að halda mér í sætisarmana til að stökkva ekki uppá sviðið og syngja Always Look on the Bright Side of Life með íðilfögrum leikhópnum.

Við gleymdum að stilla klukkuna og vöknuðum klukkutíma of seint, við sáum á eftir kreditkortinu sogast inn í hraðbanka aldrei til að snúa aftur, við fengum skopparabolta í hausinn um leið og við stigum fæti inná British Natural Museum og við skutum algjörlega óvart varaglosstúbbu í íturvaxinn skollóttann einstakling sem sat á þarnæsta borði eftir góða máltíð á ítölskum veitingastað.

Og með ‘við’ á ég að sjálfsögðu ekki við mig, heldur einungis kvenkyns ferðafélagann.

Í Munich var farið í þar til gerðan ölkjallara og 25 mass runnu niður í hópinn eins og svelgar gleypa við rigningarvatni í metmánuði. Mæli ekki með að fá sér Munich Sausage Salad áður en þessi drykkja hefst því í fyrsta lagi er það álíka mikið salat og ég er kálhaus, og í öðru lagi er það víst með að skila sér aftur munnlega fyrir háttinn.

Munich virkar annars skemmtileg borg og þýska gestrisnin skein í gegn. Verst hvað það gafst lítill tími til að skoða sig um.

Hér eru nokkrar myndir frá London…

Street Magician

Guess Who?

Huge Claws

Baby

British Museum

Góða helgi tossers!

Oslóið

Ég er staðsettur í Osló þessa vikuna. Hef aldrei komið til Osló áður fyrir utan eitt skiptið sem ég neyddist til að millilenda hérna á leiðinni til Stokkhólms fyrir nokkrum árum . . . þá var ég í samfloti með félaga mínum sem setti nýjan standard í háloftatimburmönnum.

Þegar við lentum hérna um hádegisbilið á mánudaginn bauð flugfreyjan okkur velkomin til Osló og bað okkur um að stilla klukkuna á staðartíma, sem væri einum tíma og tíu árum á eftir.

Ég fylltist óeðlilega miklu þjóðarstolti í gær þegar ég skrapp í sjoppu og rak augun í Freyju Draum og Freyju Rís súkkulaði. Skiptir engu máli þó ég sé staddur hérna til að vinna fyrir eitt af útrásarfyrirtækjum okkar Íslendinga – að sjá íslenskt súkkulaði í hillum hérna fékk mig til að æpa yfir mig og benda eins og spikfeitur krakki í sykurþörf.

Ég þykist vita um einhverja sem gæfi mikið fyrir að hafa séð svona gourmet súkkulaði í dönskum sjoppuhillum á sínum tíma…

Heja Norge!

Hreinlæti kvikmyndaáhugamanna

Í gærkveldi um 22:00 leytið gerði ég eitthvað sem ég hef ekki gert í langan tíma á laugardagskvöldi.

Ég fór út á vídjóleigu.

Mannskapurinn sem var staddur með mér á myndbandaleigunni vakti bæði furðu mína og athygli. Þarna var samankominn hópur af fólki á tvítugsaldri (fyrir utan eina fertuga konu) sem allt átti það sameiginlegt að vera illa til haft og skítugt. Haugdrullugar gallabuxur eða joggingallar mettir með matarleyfum síðustu vikna, hárið óþvegið og tennurnar sennilega burstaðar með lúfttannbursta.

Sumt af þessu fólki virðist líka geta horft á bíómyndir á margföldum hraða því magnið af DVD diskum dugir öðrum í nokkur kvöld.

Kann þetta fólk ekki á þvottavélar og sturtuhausa?

Talandi um hreinlæti. Munið þið eftir pirring mínum út í fólk sem heldur að iPod Nano skemmileggist um leið og hann er tekinn úr umbúðunum.

Hefði átt að monta mig aðeins meira yfir því hversu vel ég fer með eigur mínar, ég get nefninlega fullvissað ykkur um að iPod þolir ekki eina netta umferð í þvottavél á 30°.

Fleiri myndir frá London.

Ebony and Ivory
Ebony and Ivory.

Buckingham Palace
Buckingham Palace.

Making a Bargain
Balli og Sibbi athyglir á einhverjum skítamarkaði.

Alveg er það líka týpískt að helgin sem ég ákveð að gera margt uppbyggilegt þá sé þetta líka skítaveður. Bíð enn eftir veðrinu til að taka göngutúr um miðbæinn með nýju Holgu myndavélina mína….

Aight tossers

Minns er kominn tilbaka frá London.

London var massa stemning, sva-a-aka stuð eins og við var að búast. Gerði allt sem ber að gera í öðru landi; borðaði góðan mat, drakk öl og g&t, svaf ekki hjá vændiskonu, labbaði upp að nafla, notaði hreint handklæði á hverjum degi og gantaðist með vinunum.

Veðrið var gott að öllu jafnaði.
Walking in Hyde Park

Það voru sagðar góðar sögur og mikið fíflast.
Camera Swing

Eins og ég held að venjan sé þegar 5 karlmenn hanga saman í nokkra daga snerist umræðuefnið oft um mannlegan úrgang. Hvar og hvernig er best að losa skottið. Sagan um frændann sem fékk aflosun úr indverskri flugvél í gegnum þakið hjá sér um miðja nótt sem síðan skoppaði af rúminu og splatteraðist á veggnum verður lengi í minnum haft.

Hreingerningarkonan sem kom inní herbergið okkar og að mér á stellinu ásamt her af timburmönnum vill samt sennilega gleyma þeirri upplifun sem allra fyrst.

Úr saur í íkorna sem mér finnst alls ekkert svo sætir.
Walking in Hyde Park

Nema þegar þeir borða. Okkur mannfólkinu þykir öll dýr sem borða með höndunum yfirnáttúrulega sæt. Nema hamstrar. Þeir sökka.