Category Archives: Krapp

Daglegt krapp

Uh, ný bloggfærsla

Það er ekki laust við að samskiptablókurinn Facebook taki metnaðinn úr reglulegum skrifum á þetta blogg. Ekki að ég sé sá virkasti á Facebook heldur. Hugga mig við að ég er ekki sá eini sem stend frammi fyrir þessum vanda.

Veit ekki hvort þessi færsla dugi til að vekja áhugann aftur. Sjáum til.

Kannski hefur sú staðreynd að ég sé orðinn faðir eitthvað með málið líka að gera. Ég hef einfaldlega yfir færru að kvarta en fyrir nokkrum misserum.

Sjálfum þykir mér þetta nokkuð merkilegt miðað við það sem gengið hefur yfir land og þjóð. Ekki skortir mig skoðanir í þeim málum og gæti ég sennilega gusuð út úr mér svívirðingum og harðyrtum yfirlýsingum eins og engin væri morgundagurinn.

En ég geri það ekki.

Lítum bara á þessa mynd.

Árni 5 mánaða

Við erum með myndaalbúm hér á síðunni sem er falið fyrir forvitnum augum óþekkra og þarfnast innskráningar. Ef þið viljið fá aðgang þá endilega hafið bara samband við mig eftir þar til gerðum samskiptarleiðum.

Mjóifjörður

Fróðir menn segja að það sé einstök upplifun að keyra af Mjóafjarðarheiði svo til beint ofan í Mjóafjörð.

Í lok júlí í sumar dvöldumst við vikudvöl í sumarbústað fyrir austan og keyrðum út um allt. Austfirðirnir voru þræddir í hinni margrómuðu austfjarðarþoku og rigningu, hefðum alveg eins getað verið að keyra Eyjafjarðarhringinn endalaust.

Svona var umhorfs á Mjóafjarðarheiði þegar við keyrðum hana, þurfti snarlega að beygja undan jeppa sem greinilega taldi sig eiga einhversskonar yfirráðarrétt yfir malarvegum landsins. (Mæli að sjálfsögðu með HD ef þið höndlið það).

[stream flv=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_SD_HQ_512kbps.flv width=480 height=272 img=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_preview.jpg bandwidth=med hd=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_HD_2Mbps.flv title=Mjóifjörður /]

Ljósleiðari

Optic fibre
Creative Commons License photo credit: -eko-

Símafyrirtæki eru sennilega mesti þyrnir í augum landsmanna fyrir utan auðmenn. Þjónustuleiðir þeirra eru óþarflega flóknar svo ekki sé talað um símreikningana – og að tala við þjónustufulltrúa getur stundum verið eins og að tala við bergmálsgreini.

Það er kominn ljósleiðari inn í íbúðina mína. Jibbí. Kom skemmtilega á óvart þegar starfsmaður Tengis dinglaði allt í einu og spurði hvort hann mætti ekki draga ljósleiðarann inn. Fátt gæti verið meira sjálfsagt. Hinsvegar á eftir að tengja tengiboxið en það er víst ekki hægt alveg á næstunni þar sem Akureyrarbær gerði sér lítið fyrir og malbikaði yfir brunninn sem átti að tengja mig við.

Er þetta ekki alveg týpískt. Bærinn getur ekki lagað holóttar göturnar en á í litlum vandræðum með að malbika yfir eitthvað sem annaðhvort á ekkert að malbika eða áður en búið er að ganga frá öllum lögnum. Það þarf því að saga burt malbikið svo hægt sé að komast í brunninn og ganga frá. Þetta er allavegana atvinnuskapandi.

Ég er með alla mína þjónustu hjá Símanum en þeir eru svo þverir að þeir ætla sér ekki að tengja sig inn á önnur net. Treysta greinilega bara aðeins þeim lögnum sem þeir leggja sjálfir. Hvurslags endemis vitleysa er þetta! Ætla þeir að leggja ljósleiðara við hliðin á ljósleiðara sem er til staðar með tilheyrandi kostnaði. Það er verið að vinna í að leggja ljósleiðaranet hér á Akureyri og Síminn ætlar með einstakri fortíðarhyggju að halda sig bara við ADSL um ókomna tíð.

Átti alveg stórmagnað samtal við starfsmann Símans um þetta. Það er þá lítið að gera en að flytja allt klabbið yfir til fyrirtækis sem er tilbúið að nýta tækni sem er til staðar. Aular.

X09

Stormy Coast
Creative Commons License photo credit: orvaratli

Á morgun klæðum við okkur upp í fínasta pússið og göngum til kosninga til Alþingis. Af nógu er að huga og ekki hefur verið skortur á misvísandi umræður upp á síðkastið.

7 mánuðir eru frá bankahruninu og enn vantar róttækar aðgerðir fyrir heimilin í landinu. Það sem er í boði í dag nýtist einungis þeim sem eru búnir að gera langt upp á bak og er til lítils annars en að seinka yfirvofandi gjaldþroti í mörgum tilfellum.

Eina leiðin er leiðrétting á húsnæðislánum, sama hvort það er 20%, 4 milljónir eða endurreikna eftirstöðvar lána útfrá vísitölu fyrir hrun.

Ef það er eitthvað einkennandi fyrir kosningar nú þá er það að vita hvað á ekki að kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig með endæmum illa undanfarið og uppvís að grunsamlegum styrkjum og einstöku framtaksleysi. Flokkurinn hefur ekkert nýtt fram að færa og gerir lítið annað en að rangtúlka hugmyndir annarra. Sjálfstæðiflokkurinn auglýsir til dæmis að þeir vilja lækka greiðslubyrði fólks um 50% í nokkur ár og lengja í láninu. Þetta veldur því að greiðlubyrðin verður meiri eftir nokkur ár en hún er í dag – þetta er ótrúlega vanhugsað og ekki lausn frekar en að klippa gat af sokki.

Samfylkingin telur að innganga í Evrópu sé töfralausn sem lætur öll okkar vandamál hverfa með því sama. Þau eru meir að segja farin að beita hræðsluáróðri og segja að ef við sækum ekki um aðild nú muni Evrópusambandið lokast eftir 2010 og erfiðara verði að sækja um. Af hverju skyldi það vera? Er Evrópusambandið kannski sjálft að berjast í bökkunum. Auk þess eru vandamál okkar mun meir aðkallandi en að geta beðið í nokkra mánuði eða jafnvel ár til að sjá hvernig samning við myndum ná. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að komast að því hvernig aðild okkar í Evrópusambandið myndi líta út, en það er ekki nóg að setja allan fókus á þetta eftir kosningar, við þurfum að taka til heima hjá okkur líka.

Dramatískt efnahagshrun kallar á djarfar aðgerðir. Ég bara rétt svo vona að sú ríkisstjórn sem mun sitja hér eftir helgi muni hafa í sér styrk og dirfsku til að takast á rót vandans.

Kjósum rétt.

Baðvog dauðans

Nemesis
Creative Commons License photo credit: Fujoshi

Komst að því í byrjun vikunnar að það vantaði sárlega baðvog á heimilið, hef ekki viktað mig síðan ég var látinn stíga á vikt ásamt farangri fyrir innanlandsflug í Filippseyjum í fyrra. Þá var ég reyndar búinn að lifa á hrísgrjónum í nokkra daga og vó lítið meir en nærfatamódel.

Fór í uppáhaldsverslunina mína Byko. Það er ekki lengur hægt að fá gamaldags baðvog með analog mæli, skífa sem hreyfist á ógnarhraða upp kílógrammaskalann meðan maður bíður sveittur eftir lokaniðurstöðunni.

Nú er hægt að fá baðvog sem kostar meira en það kostar mig að borða í einn mánuð. Held þær séu útbúnar GPS staðsetningartæki og GSM síma, auk þess sem hún getur tekið mynd beint upp í rassgatið á þér og birt spöplarit í lit af heilsu ristilsins.

Keypti næst ódýrustu baðvogina. Hún getur víst mælt þyngd, vöðvamassa og fituprósentu ásamt að reikna út dauðdaga með hárfínni nákvæmni.

Ég stillti vogina á kvenmann – bætti svo um betur og stillti á íþróttalegan kvenmann. Steig á viktina og niðurstöðurnar létu sko ekki á sér standa.

Obese.

Obese. Fuck. Me. Slowly.

Viðurkenni að ég mætti vel missa nokkur kíló. Ég neyðist til dæmis ekki til að nota eyrnapinna til að hreinsa rákirnar á milli magavöðvana – nota frekar reglulega drullusokk til að hreinsa naflalónna. En er ‘obese’ ekki helst til djúpt í árina tekið?

Blautir sokkar

DRYING SOCKS
Creative Commons License photo credit: spike55151

Ég gerði þau skelfilegu mistök á leið frá bílnum yfir á skrifstofuna í morgun að stíga ofan í poll. Það hefur snjóað meir en góðu hófi gegnir undanfarna daga og í hlákunni myndast leyndir pollar út um allt.

Þetta gerði það að verkum að ég blotnaði líttilega kringum stóru tá á hægri fæti. Eins saklaust og sætt það hljómar þá hefur þetta dregið dilk á eftir sér í allan morgun.

Mér er óstjórnlega kalt á hægri tánni og get lítið sem ekkert gert í því. Þetta hindrar eðlilegt blóðflæði og því eru vinnuafköstin hjá mér sjálfsagt ekki nema svona 76% sirka.

Það að vera í blautum sokkum er eitthvað mest óþolandi í heimi. Mig langar helst bara að fara heim, úr sokkunum (og buxunum líka) og horfa á fyrstu seríuna af BSG.