Category Archives: Photos

Posts with photos/Færslur sem innihalda ljósmyndir

Göngutúr

Þetta blogg er nú ekki alveg dautt, vona ég. Verður eitthvað lítið um færslur í sumar væntanlega. Eðlilega. Fáránlega gott veður alltaf hérna og ég er sveittur við að byggja skjólvegg/varnargarð öllum stundum.

Mynd sem ég rakst á þegar ég var að taka til í myndunum mínum (sem ég geri allt of lítið af)…

A Walk in the Snow

Og önnur sem er tekin yfir í Vaðlaheiði um daginn.

Vaðlaheiði Waterfall

Hei, ég vann!

Enn fleiri gleðifregnir úr herbúðum okkar landsbyggðafólks. Var að vinna ljósmyndakeppni á Flickr á vegum Lonely Planet, sem eru að sjálfsögðu bestu ferðahandbækur í heimi.

Þemað var “Reflections” og ég sendi inn Reed Flute Cave myndina mína sem ég tók í Kína í Janúar:

Reed Flute Cave 

Niðurstöðurnar úr keppninni má sjá hér. Fullt af mjög flottum ljósmyndum þannig að þetta gaf mér nett egó búst af ljósmyndalegu eðli…

Sagði einhver brúðkaup

Um síðustu helgi, eða þar síðustu helgi, eða helgina þar á undan – allavegana helgina sem 9. maí bar upp á föstudegi á þessu ári, skrapp ég norður til tilvonandi heimastaðar míns Akureyri.

Tilefnið var að vera viðstaddur kvartaldarafmæli bróður míns á laugardeginum. Við komuna á Akureyri veitti ég því athygli hversu vel var tekið til hendinni við undirbúning afmælisins og hafði orð á því að þau þyrftu að nýta svona stórveislu til frekari athafna.

Svona svipað og þegar hópur af fleiri en 10 er óvænt samankominn út á götu og menn sammælast um að mótmæla einhverju. Bara einhverju.

Á laugardeginum skoðuðum við nokkrar af þeim eignum sem eru á lausu á fasteignamarkaði Akureyrar. Sáum eina eign sem við erum funheit fyrir en getum ekki gert tilboð í enn þar sem ég er betur að mér í fjármálum heldur en að taka brúarlán.

Svo er fólk að tala um að það sé erfitt að flytja af landsbyggðinni á höfuðborgasvæðið. Reynið að flytja frá höfðuborgarsvæðinu út á land, það er ekkert auðveldara.

Á laugardagskvöldið mætti fólk svo í afmælisveislu en meðan fólk sat með diskana hálffulla í klofinu og kjaftinn fullan af sjávargóðgæti var liðinu skipað að fara út í rútu hið snarasta. Eins og vera ber við svona aðstæður rúntaði rútan aðeins um Akureyri meðan fólk hvíslaði sín á milli tilgátur um tilgang þessara ferðar áður en rútan snarstansaði fyrir utan Akureyrarkirkju.

Nú var öllum orðið ljóst hvað var yfirvofandi.

Newlyweds

Newlyweds

Newlyweds

Enn og aftur til hamingju. Þið eruð salt jarðar og foreldrar guðsonar mína. Megi gæfa og hamingja fylgja ykkur alla tíð.

Róm Tvö

Fleiri myndir frá Róm. Er að hugsa um að taka upp á því að birta aðeins stærri útgáfur hér á blogginu, en til að fá nánari upplýsingar um hvað í ósköpunum þetta er þá verðið þið að klikka gætilega á myndina til að komast á Flickr síðuna!

Antennas

Window Art

Exiting the Vatican

The Road to the Colosseum

Good Friday Colosseum

The Colosseum - Panorama

St. Peter's Basilica