Category Archives: Photos

Posts with photos/Færslur sem innihalda ljósmyndir

Macau myndir

Var ég búinn að segja ykkur að ég er nýji borgarstjórinn í Reykjavík. Not.

Líkt og Hong Kong er Macau sjálstjórnarsvæði og í um 45 mínútna bátsfer frá Hong Kong. Ólíkt Hong Kong sem var undir stjórn Breta var Macau undir stjórn Portúgala til 1999.

Fisherman's Wharf

Ruins of the Church of St Paul

Clean Underwear

Baby Angel

Grave Wall

Market in Macau

Venetian Casion

Macau by Night

Hong Kong myndir

Er ég var að taka aðeins til í þeim hundruða spam kommentum sem hafa herjað á síðuna meðan ég var í Asíu ferðinni eyddi ég óvart út nokkrum af þeim síðustu alvöru kommentunum. Biðst velvirðingar á því og lofa að reyna gera þetta aldrei aftur. Er hálf freðinn eftir flugið hingað heim frá Hong Kong.

Ég tók rúmlega 600 stafrænar ljósmyndir í ferðinni, og nokkra myndir á filmu. Því munu næstu færslur væntanlega innihalda aragrúa mynda eftir því sem ég næ að upphlaða þeim á veraldarverinn.

Hér koma nokkrar Hong Kong myndir. Best að klikka á myndirnar til að fá nánari lýsingu á hvað í ósköpunum þetta er, eða fara hingað þar sem myndir úr ferðinni munu hlaðast smám saman inn.

Bank of China Tower

Hong Kong

Hong Kong Subway

Relaxing

Flying Dolphins

Flying Dolphin

Ocean Park

Panda

Convertible

Hong Kong city

Hong Kong Skyline

Hong Kong Skyline

Residential Building

Tian Tan Buddha

Tian Tan Buddha

Tian Tan Buddha

Temple Street Market

Hong Kong Restaurant

Enn Einn Strútur

Fyrir þau ykkar sem eru vantrúuð gagnvart því að ég hafi skemmt mér óborganlega í jeppaferð í Strút, stokkið til og hjálpað í hvert sinn sem þurfti að pumpa í dekk, binda massa hnúta eða stinga hendinni í jökulkalda á – þá langar mig að benda á tvær myndir sem Tryggvi tók.

Hér þarf ég gersamlega að beisla hamingjunna sem kraumar undir yfirborðinu.

Og hér var ég ekki lengi að stökkva til og veita hjálparhönd (er lengst til hægri).

Veit það lítur út fyrir að það sé svo kalt að ég sé að kúka snjó, en lofa ykkur því að þetta er snjór á hinum kyngimagnaða Land Rover sem virðist gægjast undan úlpunni minni. Flickr síðu Tryggva má svo finna hér.

Strútur 2007

Það er algjörlega heiðskýrt og sól, hitastigið rétt undir frostmarki og þú situr í Land Rover Defendur í fullum skrúða. Á undan skjagast nokkrir vel útbúnir og sérdeilis breyttir jeppar og það sama fylgir í kjölfarið.

Hér er ekki fyrir stressinu að fara. Ekkert nema Guðs fallega náttúran umvafin nýfallinni snjóbreiðu svo langt sem augað eygir. Leiðin liggur frá svifmengaðri borginni í Strút sem liggur norðan við Mýrdalsjökul. Skemmst frá því að segja að þetta var enginn hraðaakstur, með meðalhraða uppá 18 km/klst og það tók hópinn rúmlega tvær klukkustundir að komast síðustu metrana að skálanum. Frostið var slíkt að bílarnir áttu til að frjósa hreinlega við jörðina, bremsur hættu að virka og beygjuradíusinni skertist til muna.

En þetta var allt algjörlega þess virði. Þvílík snilldarferð. Ég hef öðlast nýja sýn á jeppaköllum (og jeppakjellingum) enda fátt betra til að losna við fordóma en að vaða beint í gin fordómadýrsins.

Hér er fyrsta settið af stafrænum ljósmyndum.

Happy Driver

Einhyrningur

What Road

Lunch Break

Onwards to the Glacier

Jeep Line

Top of the World

Do you Dare

Stuck!