Category Archives: Videos

Videos

Mjóifjörður

Fróðir menn segja að það sé einstök upplifun að keyra af Mjóafjarðarheiði svo til beint ofan í Mjóafjörð.

Í lok júlí í sumar dvöldumst við vikudvöl í sumarbústað fyrir austan og keyrðum út um allt. Austfirðirnir voru þræddir í hinni margrómuðu austfjarðarþoku og rigningu, hefðum alveg eins getað verið að keyra Eyjafjarðarhringinn endalaust.

Svona var umhorfs á Mjóafjarðarheiði þegar við keyrðum hana, þurfti snarlega að beygja undan jeppa sem greinilega taldi sig eiga einhversskonar yfirráðarrétt yfir malarvegum landsins. (Mæli að sjálfsögðu með HD ef þið höndlið það).

[stream flv=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_SD_HQ_512kbps.flv width=480 height=272 img=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_preview.jpg bandwidth=med hd=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_HD_2Mbps.flv title=Mjóifjörður /]

Windows 7 eða KDE

Ok. Windows 7 er næsta útgáfa af Windows sem á að taka við af Vista (sem floppaði algjörlega). Hér er myndband þar sem grunlausir notendur halda að KDE sé nýja útgáfan af Windows…og missa vatn yfir hvað notendaviðmótið er auðvelt og þægilegt. KDE er eitt af mörgum gluggakerfum til handa fyrir Linux notendur.

Linux stýrikerfið lítur betur út, virkar betur, er frítt af vírusum og rokkar í alla staði. Windows er úti. Baráttan um skjáborðin í framtíðinni er á milli Linux og Makka.

Staðreyndin er að Microsoft er sífellt að rembast við að koma fram með nýjungar sem hafa verið til staðar fyrir open source notendur í marga mánuði 🙂 En ef ykkur langar að vita það þá nota ég Gnome dags daglega…en ég hef valið.

Hey, byggjum í mýri

Ég er orðinn svo þreyttur á þessari borgarstjórn að þó bananatré byrjaði að vaxa lárétt út úr mænunni á mér gæti ég lifað lengur með því en núverandi borgarstjórn. Hversu lengi geta þessir borgarfulltrúar haldið andliti í bullandi ólgusjó ósammælsku. Hvenær ætlar einhver að rísa upp gegn þessu langþreytta ástandi og tjá hug sinn af einlægni og trúr sjálfum sér. Þetta fólk er orðið svo gott í að blöffa að það gæti unnið pókermót með tannstöngla í augunum.

Það kemur kannski ekki á óvart að ég hef ákveðið að flytjast búferlum norður á land. Ég er þess fullviss að þegar ég verð eldri og menn byrja að skrifa greinar og bækur um mig þá verði vitnað til mín sem fyrsta reykvíska flóttamannsins (ég er reyndar ekki reykvískur og minni mig á það á hverjum degi). Fleiri munu fylgja í kjölfarið þegar fólk áttar sig á því að það vill frekar eyða tíma úti á sólpalli heldur en á Kringlumýrabraut.

Reykjavík er ljót og leiðinlegt borg. Þetta er það sem allir hugsa en engin segir. Hafið þið keyrt niður Hverfisgötuna nýlega? Viljið þið fara á góða tónleika, drífið ykkur þá núna því um leið og húsnæðið verður vinsælt til tónleikahalds verður því annaðhvort jafnað við jörðu eða einfaldlega grafið niður líkt og myrkurt leyndarmál. Ég ætla ekki eini sinni að nefna Laugarveg eða Kringluna.

Nú þegar sögusagnir af því að ég sé að flýja Reykjavík ásamt fögru föruneyti hafa komið upp á yfirborðið hefur forsætisráðherra gefið þá yfirlýsingu að fólk ætti að halda að sér höndum í fjárfestingum. Ég skil vel að hann vilji ekki missa okkur úr höfuðborginni en finnst hann nýta sambönd sín fullvel í þessu tilfelli og gersamlega drepa fasteignamarkaðinn. Borgarstjóri bregst hinsvegar betur við og skerpir á því að flugvöllurinn sé ekkert á leiðinni í burtu og hann ráði, sama hvað eitthvað lið í nefndum er að bardúsa. En þó Reykjavík sé ekki í uppáhaldi þessa dagana er hún höfuðborgin og við landsbyggðarpakk verðum að hafa góðar samgöngur. Ég gæti t.d. þurft að mæta á fund eða brunaútsölu, en ekki síður til að vera snöggur í burtu.

Að búa undir stjórn íslensku ríkisstjórnarinnar er svipað og að eiga Michael Jackson fyrir móður.

Eina stundina réttir hún ljósrauðan sleikibrjóstsykur í áttina til þín meðan hún stingur hinni hendinni lengst upp í . . . . nei, andskotinn.

Viðbætt. Það er ekki að ástæðulausu sem við erum netvæddasta þjóð í heimi. Eftir að ég hafði skrifað þennan reiðilega en jafnframt útpælda pistil fór ég á youtube þar sem ég rakst á þetta tónlistarmyndband.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=4_o47Gs6DQ0]

Eftir að hafa horft á 2:30 mínútur var ég búin að gleyma öllu um borgarstjórn reykjavíkur en pældi mun meir í hvers kyns söngvararnir eru (allir). Eftir 3:45 var ég farinn að hlæja eins og full fermingarstelpa og eftir 5:02 vissi ég minni um alheiminn en áður en ég byrjaði að horfa.