Category Archives: Videos

Videos

Góðir Ökumenn

Mikið hefur verið rætt um hraðakstur í þjóðfélaginu undanfarið. Þó bíllinn minn sé unaðslegur og útbúinn túrbínu þá þýðir það ekki að ég keyri um eins og fáviti. Bjánalegt aksturslag hefur lengi verið einkennandi fyrir Íslendinga og á ferðum mínum um vegi landsins síðustu vikur hef ég orðið vitni að ýmiskonar umferðarhegðun sem fær mig til að flauta, blikka háljósum eða senda ómerkileg fingurmerki.

Yfirleitt er ég samt fljótur að jafna mig á þessari stundarbrjálæði og læt ekki heimsku annarra taka of mikla orku frá mér.

En eins og oft áður er ég með lausn á þessum vanda. Lausn sem allir sem finna fyrir pirringi í umferðinni geta nýtt sér.

Lausnin er einfaldlega tónlist.

Hegðun okkar í umferðinni fer algjörlega eftir tónlistinni sem hljómar í bílsteríógræjunum. Það segir sig nokkrun vegin sjálft að þegar ég hlusta t.d. á Rollin’ með Limp Bizkit þá eykst fautastuðullinn töluvert. Ég kemst á milli staða á mettíma og húsfrúr úr Vesturbænum hafa sögur að segja um ökuníðinga yfir næsta Lu kexpakka.

Ef ég er hinsvegar að hlusta t.d. á Come Together með Primal Scream, þá get ég ómögulega keyrt yfir hámarkshraða, hleypi öðrum framfyrir mig og stoppa á gulu ljósi.

Þegar ég verð forseti læt ég setja staðalbúnað sem nema streitu og pirring ökumannsins í alla innflutta bíla . Ef pirringurinn fer yfir ákveðin mörk byrjar eftirfarandi að hljóma:

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=l4X8R_ZrIvI]

Reyndu að keyra um gefandi fokkjú merki með þennan söng í eyrunum. . .

Best fight scene of all time

Enn laugardagskvöld, meira svona sunnudagur að hefjast.

Vill deila með ykkur gleðinni sem er í gangi hérna, myndband uppsprottið frá Steven Seagal umræðum í síðasta partýi, best fight scene of all time. Hér berjast húsvörður og einhver “læknir” sem alltíeinu er meistarar í bardagalist og olíubornir að vanda.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=uxkr4wS7XqY]

National Teatern

Svoooog.

Fór á stórtónleika með gömlu förtunum í sænska gleði- og rokkbandinu National Teatern í Kristinehamn um helgina. Þar voru þeir með slagara eins og “Livet är En Fest”, “Sent En Lördagskväll” og “Speedy Gonzales”. You get the point.

Speedy Gonzales fjallar (að mér heyrðist) um samhällsproblem og arbetslöshet. Hvernig lítil mexíkósk mús sem hleypur voðalega hratt getur hjálpað til með félagsvandamál Svía er einfaldlega ofar mínum skilningi.

Verð að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt um þessa hljómsveit fyrr en á laugardaginn. Ágætis afþreying svosum en engin ástæða til að fara safna plötunum þeirra.

Annað en Kalluri Vaanil:

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=qRGC9U-M9pA]

Þetta eru sko listamenn 🙂