Tag Archives: baðvog

Baðvog dauðans

Nemesis
Creative Commons License photo credit: Fujoshi

Komst að því í byrjun vikunnar að það vantaði sárlega baðvog á heimilið, hef ekki viktað mig síðan ég var látinn stíga á vikt ásamt farangri fyrir innanlandsflug í Filippseyjum í fyrra. Þá var ég reyndar búinn að lifa á hrísgrjónum í nokkra daga og vó lítið meir en nærfatamódel.

Fór í uppáhaldsverslunina mína Byko. Það er ekki lengur hægt að fá gamaldags baðvog með analog mæli, skífa sem hreyfist á ógnarhraða upp kílógrammaskalann meðan maður bíður sveittur eftir lokaniðurstöðunni.

Nú er hægt að fá baðvog sem kostar meira en það kostar mig að borða í einn mánuð. Held þær séu útbúnar GPS staðsetningartæki og GSM síma, auk þess sem hún getur tekið mynd beint upp í rassgatið á þér og birt spöplarit í lit af heilsu ristilsins.

Keypti næst ódýrustu baðvogina. Hún getur víst mælt þyngd, vöðvamassa og fituprósentu ásamt að reikna út dauðdaga með hárfínni nákvæmni.

Ég stillti vogina á kvenmann – bætti svo um betur og stillti á íþróttalegan kvenmann. Steig á viktina og niðurstöðurnar létu sko ekki á sér standa.

Obese.

Obese. Fuck. Me. Slowly.

Viðurkenni að ég mætti vel missa nokkur kíló. Ég neyðist til dæmis ekki til að nota eyrnapinna til að hreinsa rákirnar á milli magavöðvana – nota frekar reglulega drullusokk til að hreinsa naflalónna. En er ‘obese’ ekki helst til djúpt í árina tekið?