Tag Archives: Mjóifjörður

Mjóifjörður

Fróðir menn segja að það sé einstök upplifun að keyra af Mjóafjarðarheiði svo til beint ofan í Mjóafjörð.

Í lok júlí í sumar dvöldumst við vikudvöl í sumarbústað fyrir austan og keyrðum út um allt. Austfirðirnir voru þræddir í hinni margrómuðu austfjarðarþoku og rigningu, hefðum alveg eins getað verið að keyra Eyjafjarðarhringinn endalaust.

Svona var umhorfs á Mjóafjarðarheiði þegar við keyrðum hana, þurfti snarlega að beygja undan jeppa sem greinilega taldi sig eiga einhversskonar yfirráðarrétt yfir malarvegum landsins. (Mæli að sjálfsögðu með HD ef þið höndlið það).

[stream flv=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_SD_HQ_512kbps.flv width=480 height=272 img=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_preview.jpg bandwidth=med hd=x:/www.robbik.net/wp-content/uploads/2009/08/mjoifjordur_HD_2Mbps.flv title=Mjóifjörður /]